Fara í efni

Nýr vefur Visit Iceland

Ný forsíða VisitIceland.com
Ný forsíða VisitIceland.com

Ferðamálastofa og Íslandsstofa, með stuðningi frá atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti, hafa undanfarna mánuði unnið að endurgerð VisitIceland.com. Var vefurinn kynntur í tengslum við Vestnorden ferðaráðstefnuna sem fór fram á Reykjanesi nú í vikunni. Efnistök á síðunni hafa verið dýpkuð umtalsvert og upplýsingar til ferðamanna þar með bættar til muna. Samstarfsverkefnið um endurnýjun vefsins er til þriggja ára og er opnun nýrrar síðu núna því bara rétt upphafið á því ferli. Má búast við stöðugum breytingum og bætingum á næstu árum. 

Nýjungar á vefnum

Meðal nýjunga eru kolefnisreiknivél sem gerir ferðamönnum kleyft að reikna kolefnisspor í tengslum við ferðina til Íslands og að jafna síðan kolefinssporið hjá fyrirtækjum sem sérhæfa sig í því. Nýjungina má skoða nánar með því að smella hér. Auk þess eru á síðunni birtar tölur úr teljurum á helstu ferðamannastöðum landsins sem auðveldar ferðamönnum að skipuleggja ferðalag sitt og dreifir heimsóknum betur. Það eykur sjálfbærni áfangastaða og bætir upplifun ferðamanna. Skoða má heimsóknartölurnar nánar hér.

Til að styðja við verkefnið réði Ferðamálastofa fjóra einstaklinga til starfa í efnisgerð, vítt og breytt um landið í störf án staðsetningar. Munu þau halda áfram að byggja upp og bæta vefinn í samstarfi við aðra hagaðila. Greinar af vefnum má lesa hér að neðan: