Fréttir

Ferðamálastofa gerir ráð fyrir tæplega 2 milljónum ferðamanna á næsta ári

Ferðamálastofa gerir ráð fyrir að um 890 þúsund erlendir ferðamenn muni sækja landið heim í ár og á næsta ári verði fjöldinn svipaður og hér var 2019, eða um 1.950 þúsund. Þetta var meðal þess sem fram kom á málstofu sem Ferðamálastofa tók þátt í hjá Háskólanum á Hólum í liðinni viku.
Lesa meira

Æv­in­týra­eyj­an Ís­land - Jogg­ing­bux­um breytt í göngu­skó

Í dag hefst ný markaðsherferð á vegum markaðsverkefnisins Ísland – saman í sókn sem hvetur fólk til að ferðast til Íslands og upplifa þau fjölmörgu ævintýri sem land og þjóð hefur upp á að bjóða.
Lesa meira

Fyrstu skýrslur um gerð þjóðhagslíkans fyrir ferðaþjónustuna

Ferðamálastofa réð sl. haust fyrirtækið Hagrannsóknir sf. til að gera þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustuna og sem tengja má við þjóðhagslíkön hins opinbera. Í fyrstu niðurstöðum kemur fram að heppilegast sé að þróa fyrst svokallað CGE ferðageiralíkan fyrir Ísland.
Lesa meira

14.400 brottfarir erlendra farþega í maí

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 14.400 í nýliðnum maímánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia, eða fjórtán sinnum fleiri en í maí 2020, þegar brottfarir voru um eitt þúsund. Frá áramótum hafa tæplega 32 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi sem er 90,4% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra en þá voru brottfarir erlendra farþega tæplega 336 þúsund.
Lesa meira

Uppfærð merkingahandbók og handbók um náttúrustíga

Fyrir skömmu var opnuð vefsíðan godar­leidir.is en hún er hugsuð sem upphafs­staður fyrir alla þá sem með einum eða öðrum hætti vinna að innviða­hönnun ferða­mannastaða eða huga að fram­kvæmdum á þeim.
Lesa meira

Upptaka af kynningarfundi um val á þjóðhagslíkani fyrir ferðaþjónustuna

Í byrjun vikunnar kynnti Ferðamálastofa fyrsta áfanga í vinnu við vali á þjóðhagslíkani fyrir Ferðaþjónustuna. Um er að ræða fyrsta hlutann af þriggja ára verkefni á vegum Ferðamálastofu.
Lesa meira

Kallað eftir ábendingum vegna endurskoðunar gæða- og umhverfisviðmiða Vakans

Endurskoðun gæða- og umhverfisviðmiða Vakans, fyrir ferðaþjónustu aðra en gistingu, hefur staðið yfir á árinu og mun ný útgáfa taka gildi um næstu áramót. Drög að nýjum viðmiðum liggja fyrir og er fólk hvatt til að kynna sér þau og senda inn ábendingar.
Lesa meira

Íslendingar ætla að ferðast innanlands í sumar en utanlandsferðir fara hægt af stað

Um níu af hverjum tíu landsmönnum ætla í ferðalag innanlands í sumar (júní-ágúst) þar sem gist er eina nótt eða lengur samkvæmt nýrri könnun Ferðamálastofu og ætlar tæplega helmingur að gista á hóteli. Þrátt fyrir að stór hluti landsmanna hafi fengið bólusetningu að einhverju eða öllu leyti þá virðist það ekki hafa breytt afstöðu manna til utanlandsferða frá því sem var í upphafi árs.
Lesa meira