Fréttir

Ferðaþjónusta í tölum – janúar 2021

Í samantektinni Ferðaþjónusta í tölum – janúar 2021, sem kom út í dag, má sjá samantekt um brottfarartalningar erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll, skráðar gistinætur, nýtingu á hótelum og nokkrar niðurstöður er varða dvöl ferðamanna á Íslandi s.s. um tilgang ferðar, dvalarlengd, heimsóknir eftir landshlutum sem og upplifun af Íslandsferð.
Lesa meira

Breytt greiðslufyrirkomulag styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna áhrifa Covid-19

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ákveðið að veita tímabundna breytingu á greiðslufyrirkomulagi styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Lesa meira

Ráðherra frestar fyrstu gjalddögum Ferðaábyrgðasjóðs

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ákveðið að fresta fyrstu gjalddögum Ferðaábyrgðasjóðs til að koma til móts við íslenska ferðaþjónustu vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Fyrsti gjalddaginn verður 1. desember 2021.
Lesa meira

Evrópubúar horfa til vorsins þegar kemur að ferðalögum

Niðurstöður úr nýlegri könnun um ferðaáform Evrópubúa¹ næsta hálfa árið voru birtar á vefsíðu Evrópska ferðamálaráðsins (ETC) í gær. Þetta er í fjórða skiptið sem ráðið lætur framkvæma könnunina en hún hefur verið lögð fyrir helstu ferðamannaþjóðir Evrópu² mánaðarlega frá því í ágúst síðastliðnum.
Lesa meira

Framkvæmdasjóður Ferðamannastaða: Bylting í aðstöðu og innviðum á fjölmörgum stöðum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti í morgun nýja skýrslu um stöðu og þróun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Sjóðurinn tók til starfa vorið 2011 og hefur frá upphafi verið í vörslu Ferðamálastofu sem annast rekstur hans.
Lesa meira

Tæplega hálf milljón farþega árið 2020

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 480 þúsund árið 2020 eða um 1,5 milljón færri en árið 2019, samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Fækkunin milli ára nemur 75,9%. Leita þarf tíu ár aftur í tímann til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega.
Lesa meira

Friðheimar fyrirmyndarfyrirtæki Ábyrgrar ferðaþjónustu

Á degi Ábyrgrar ferðaþjónustu í dag veitti forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson hvatningarverðlaun Ábyrgrar ferðaþjónustu. Verðlaunin að þessu sinni féllu í skaut Friðheima í Reykholti.
Lesa meira