Fara í efni

What Works - ráðstefna í Reykjanesbæ

What Works verður haldið í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ
What Works verður haldið í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ

Alþjóðalega ráðstefnan What Works Tourism verður haldin 14.október í Hljómahöllinni, Reykjanesbæ í samvinnu við Íslenska ferðaklasann og mun að þessu sinna beina kastljósinu að því sem er að gerast í ferðaþjónustu víðsvegar um heim allan og áhrif hennar á félagslegar framfarir. 

Heimsfaraldurinn Covid-19 hefur leikið margan grátt en enga atvinnugrein jafn illa og ferðaþjónustu. Áhrifa hans hafa varpað skýrara ljósi á það, að atvinnugreinin er ekki einungis mikilvæg í efnahagslegu tilliti, heldur er ferðaþjónusta drifkraftur framfara víðsvegar um heim allan.
Ferðaþjónusta er og verður drifkraftur sem drifin er áfram af fólki fyrir fólk sem sækist eftir einstakri upplifun og framúrskarandi þjónustu. Það er því mikilvægt að ígrunda hvernig slík upplifun getur verið framkvæmd með þætti sjálfbærni að leiðarljósi.

Á What Works Tourism ráðstefnunni koma saman sérfræðingar á ýmsum sviðum, opinberir aðilar jafnt sem einkaaðilar, sem allir eru að deila með okkur hvað það er sem virkar, hvað það er sem þarf að gera og hvernig við getum brugðist við í nýjum heimi.

Spyrjum okkur: Hvað gerði Costa Rica til að halda stöðu sinni sem eitt sjálfbærasta ríki heims? Hvaða leiðir hafa verið farnar í Bordeaux til að tryggja ábyrga ferðaþjónustu í samfélaginu? Hverju þurfum við sjálf að breyta ef við ætlum að byggja upp seiglu gegn þeim áföllum sem munu ríða yfir heiminn? Hvernig tökumst við á við framtíðina með ábyrgð, sjálfbærni og aukinni seiglu?

Finna má dagskrá fundarins hér