Fara í efni

Erlendir ferðamenn 2017

Um 2,2 milljónir ferðamanna komu til landsins með flugi um Keflavíkurflugvöll árið 2017 eða 98,7% af heildarfjölda erlendra ferðamanna. Um 22 þúsund komu með Norrænu um Seyðisfjörð eða 1% af heild og um sjö þúsund með flugi um Reykjavíkur-, Akureyrar- eða Egilsstaðaflugvöll eða um 0,3% af heild.

Niðurstöður byggja á farþega- og sölutölum og ber að hafa í huga þá fyrirvara sem aðferðafræðin býður upp á.

 

Farþegar með skemmtiferðaskipum

Farþegar með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur voru 128.094 árið 2017, 31,1% fleiri en árið 2016. Áætlað er að um 96-97% af farþegum með skemmtiferðaskipum hafi viðkomu í Reykjavik.

Nánari upplýsingar

¹Gera verður ráð fyrir frávikum í talningum á Keflavíkurflugvelli þar sem þær ná til allra brottfara þ.m.t. erlendra ríkisborgara búsettra hérlendis og  sjálftengifarþega.
²Tölur byggja á mati út frá sölu- og farþegatölum.
³Tölur segja til um fjölda farþega í hverri höfn en mörg skip hafa viðdvöl í fleiri en einni höfn.