Tilkynning um rekstrarstöðvun Ferðaskrifstofu Austurlands ehf. (FA Travel)

Ferðaskrifstofuleyfi Ferðaskrifstofu Austurlands ehf. (FA Travel) kt. 640299-2079, Kaupvangi 6, 700 Egilsstöðum, hefur verið fellt úr gildi frá og með 20. apríl 2018 vegna rekstrarstöðvunar ferðaskrifstofunnar.

Starfsemi ferðaskrifstofunnar var tryggingaskyld samkvæmt V. kafla laga nr. 73/2005 um skipan ferðamála. Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. laganna er tryggingunni ætlað að endurgreiða fé sem viðskiptavinur hefur greitt vegna alferðar, sem enn er ófarin og til heimflutnings viðskiptavinar úr alferð.

Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu okkar, símleiðis í síma 535-5500 eða gegnum netfangið nanna@ferdamalastofa.is.


Athugasemdir