Fara í efni

Áskorun um kröfulýsingu vegna gjaldþrots ferðaskrifstofu

Ferðaskrifstofuleyfi Iceland Travel Assistance ehf., kt. 590702-2850, Grófinni 1, Reykjavík, hefur verið fellt úr gildi vegna gjaldþrots ferðaskrifstofunnar. Starfsemi ferðaskrifstofunnar var tryggingaskyld vegna sölu alferða samkvæmt V. kafla laga nr. 73/2005 um skipan ferðamála. 

Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. laganna er tryggingunni ætlað að endurgreiða fé sem viðskiptavinur hefur greitt vegna alferðar, sem enn er ófarin og til heimflutnings viðskiptavinar úr alferð.

Með vísan til 19. gr. laga nr. 73/2005 um skipan ferðamála er hér með skorað á þá viðskiptavini fyrirtækisins, sem telja sig eiga kröfu á hendur því, að leggja fram skriflegar kröfulýsingar í tryggingarféð innan 60 daga frá birtingu áskorunar þessarar.

Kröfulýsingum skal beint til Ferðamálastofu, Hafnarstræti 91, 600 Akureyri. Með henni skulu fylgja nauðsynleg sönnunargögn um kröfuna, svo sem farseðlar og kvittanir.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 5355500 eða á netfanginu upplysingar@ferdamalastofa.is.

F. h. Ferðamálastofu,
Helena Þ. Karlsdóttir
forstöðumaður stjórnsýslu- og umhverfissviðs.