Mountaineers of Iceland með viðurkenningu Vakans

Mountaineers of Iceland með viðurkenningu Vakans
Bjarný Björg Arnórsdóttir tók við viðurkenningunni. Með henni á myndinni eru Ólöf Einarsdóttir og Herbert Hauksson eigendur fyrirtækisins.

Mountaineers of Iceland hlaut á dögunum viðurkenningu Vakans og bronsmerki í umhverfishluta. Fyrirtækið hefur verið starfrækt síðan 1996 og býður upp á ýmsar ævintýraferðir þar sem megin áherslan er á vélsleðaferðir á Langjökli.

„Innleiðing Vakans var mikið og stórt verk og er fyrirtækið afar stolt af þessari vottun. Frá því að fyrirtækið var stofnað hefur fyrirtækið alltaf haft það að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu og hámarksöryggi. Þá hefur fyrirtækið lagt mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og umhverfismál. Því má með sanni segja að viðurkenning Vakans sé ein af frekari staðfestingum á mikilvægi þessara þátta hjá fyrirtækinu,“ sagði Bjarný Björg Arnórsdóttir hjá Mountaineers þegar hún tók við viðurkenningunni.

Við óskum Mountaineers innilega til hamingju og bjóðum þau velkomin í hópinn.


Athugasemdir