Ferðamálaþing 2017: Dagskrá og skráning

Ferðamálaþing 2017

Nú er rétt vika í að Ferðamálaþing 2017 verði haldið í Hörpunni, þ.e. 4. október kl. 13-18. Yfirskrift þingsins í ár er "Sjálfbærni - Áskoranir á öld ferðalangsins". Mikill áhugi er á þinginu enda er dagskráin einkar áhugaverð. Hæst ber ávarp Talib Rifai, aðalritara ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO) en hann má telja æðsta embættismann heims á sviði ferðamála. Þingið hefst með ávarpi forseta Íslands, Hr. Guðna Th. Jóhannessonar.

Árið tileinkað sjálfbærri ferðaþjónustu

Tilefni heimsóknarinnar og þema þingsins helgast af því að Sameinuðu þjóðirnar tileinkuðu árið 2017 sjálfbærri ferðaþjónustu og efnahagslegri þróun. Þannig verður ávarpi Talib Rifai fylgt eftir með erindi Stefan Gössling frá Western Norway Research Institute, sem fjalla mun um ferðaþjónustu og loftslagsbreytingar. Framlag íslensku fyrirlesaranna er ekki síður áhugavert en dagskrána í heild má kynna sér hér að neðan.

Undirritun siðareglna UNWTO

Einn af hápunktum þingsins er síðan undirritun alþjóðlegra siðareglna UNWTO fyrir ferðaþjónustu, sem nú hafa verið þýddar á íslensku. Það gera þær Helga Árnadóttir, fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, fyrir hönd Íslenska ferðaþjónustuklasans.

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu

Líkt og venja er verða síðan umhverfisverðlaun Ferðamálastofu afhent á þinginu og er jafnan spennandi að sjá hver þau hlýtur.

Dagskrá:

13:00 Setning

13:05 Ávarp forseta Íslands
-Hr. Guðni Th. Jóhannesson

13:15 Ávarp ráðherra ferðamála
-Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir

13:35 Ávarp aðalritara ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO)
-Dr. Taleb Rifai (Verður flutt á ensku)

14:05 Tourism and climate change: Rethinking volume growth
-Stefan Gössling, Professor Western Norway Research Institute (Verður flutt á ensku)

14:35 Undirritun siðareglna UNWTO
-Helga Árnadóttir, fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF)
-Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, fyrir hönd Íslenska ferðaþjónustuklasans

14:50 Kaffi/te og með því

15:10 Hraðvaxandi borgin Reykjavík – ferðamenn og samfélagið
-Dagur B. Eggertsson borgarstjóri

15:25 Vonarstjarna eða vandræðabarn? – efnahagsleg áhrif ferðaþjónustunnar
-Pálmar Þorsteinsson, sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands

15:40 “The Ideal Iceland May Only Exist in Your Mind” Hversu sjálfbær er framtíð íslenskrar ferðamennsku? 
-Rannveig Ólafsdóttir, prófessor í ferðamálfræði við Háskóla Íslands

15:55 Hefur ferðaþjónustan gleypt Ísland? Hugleiðingar um ferðaþjónustu og samfélag.
-Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála

16:10 Afhending umhverfisverðlauna FMS

16:25 Akstur á undarlegum vegi
-Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri

16:55 Til hvers ferðumst við?
-Bergur Ebbi, rithöfundur

17:10 – 18:00 Þinglok og léttar veitingar

Fundarstjórar:
Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans

Bein útsending

Skráningum er lokið á Ferðamálaþingið 2017 þar sem uppselt er á þingið. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu á netinu hér að neðan. Bein slóð á Youtube:
https://www.youtube.com/watch?v=FnzWe1DjL-o


Athugasemdir