Fara í efni

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir nýr forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála

Guðrún Þóra GunnarsdóttirGuðrún Þóra Gunnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála frá 15. maí næstkomandi.

Guðrún Þóra hefur aflað sér víðtækrar reynslu og þekkingar á ferðamálum undanfarin 20 ár. Hún er með meistaragráðu (M.B.A.) í stjórnun ferðaþjónustu frá University of Guelph, Ontario í Kanada og meistaragráðu frá University of Oregon, USA í samanburðarbókmenntum. Hún leiddi uppbyggingu ferðamáladeildar Háskólans á Hólum og var deildarstjóri þar í 13 ár. Hún hefur síðustu 7 árin gegnt starfi lektors við sömu deild. Guðrún Þóra sat sex ár í Vísinda- og tækniráði og var um árabil fulltrúi Íslands í Norrænu Atlantshafsnefndinni (NORA). Guðrún Þóra mun sinna starfi forstöðumanns í fullu starfi frá 15. maí næstkomandi en í hlutastarfi þangað til.

Fráfarandi forstöðumaður, Kristín Sóley Björnsdóttir, mun sinna starfinu til 1.apríl og í kjölfarið taka við starfi kynningarstjóra hjá Menningarfélagi Akureyrar.