Fara í efni

Ferðast þú til fjalla að vetrarlagi?

Safetravel, Sjóvá og Slysavarnafélagið Landsbjörg bjóða til opins fræðslukvölds fimmtudaginn 13. október næstkomandi en kvöldið er með snjóflóðaþema. Tveir erlendir fyrirlesarar og einn innlendur munu halda erindi en efnið hentar öllum þeim sem ferðast á fjöllum að vetrarlagi s.s. vélsleðafólki, göngumönnum, fjallaskíðafólki og fleirum. Enginn aðgangseyrir er að kvöldinu.

Kristján B. Tómasson fjallar um mannlega þáttinn, fjórðu breytuna og snjóflóð, Per Olov Wikberg mun fjalla um snjallsíma og snjóflóðamat og Mike Wiegele tala um gátlista við snjóflóðamat.

Sjá nánar.