Fara í efni

Arctic Adventures fjölskyldan fær Vakann

Arctic Adventure fær Vakann
Viðurkennign Vakans afhent. Áslaug Briem frá Ferðamálastofu, Heiðrún Ólafsdóttir, Colin Barton og Styrmir Þór Bragason frá Arctic Adventures

Arctic Adventures og dótturfyrirtæki þess; Arctic Rafting, Dive Silfra, Trek Iceland og Glacier Guides tóku nýverið við gæðavottun Vakans. Auk gæðavottunarinnar fengu fyrirtækin bronsmerki í umhverfisþætti Vakans.

Eins og gefur að skilja hefur innleiðingin verið mikið verk vegna umfangs fyrirtækjanna en Arctic Adventures fjölskyldan bíður upp á margvíslegar ferðir og afþreyingu víðsvegar um land. Þetta er eitt viðamesta innleiðingarferli sem ferðaþjónustufyrirtæki hefur gengið í gegnum hjá Vakanum. Arctic Adventures fjölskyldan lítur á þátttöku sína í Vakanum sem tækifæri til að vera í áfram fremstu röð ferðaþjónustufyrirtækja og umhverfisviðurkenningin er kærkomið fyrsta skref í átt til sjálfbærni og umhverfisvænni starfshátta.

Arctic Adventures samsteypan hefur vaxið og dafnað undanfarið. Áætluð velta 2016 er um þrír miljarðar og farþegafjöldinn í ár stefnir í 140.000. Starfsmenn Arctic Adventures og dótturfyrirtækja er 170 – 250 eftir árstíðum, en hluti ferða fyrirtækjanna er árstíðabundinn.