Fréttir

62.700 ferðamenn í janúar

Um 62.700 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í janúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 16.100 fleiri en í janúar á síðasta ári. Aukningin nemur 34,5% milli ára. Ferðamannárið fer því vel af stað en ferðamenn hafa aldrei mælst fleiri í janúar frá því mælingar hófust.
Lesa meira

Einstök íslensk upplifun - tilraunaverkefni

Nýsköpunarmiðstöð Íslands óskar eftir samstarfi við þrjú til fimm starfandi fyrirtæki sem vilja aðstoð við að greina sóknarfæri sín og auðga upplifun ferðamanna. Um er að ræða 6-9 mánaða tilraunaverkefni.
Lesa meira

Aldrei fleiri á Icelandair Mid-Atlantic ferðakaupstefnunni

Hin árlega ferðakaupstefnan Icelandair Mid-Atlantic verður sett í Hilton Reykjavík Nordica í kvöld. Hún er nú haldin í 23. skipti og hefur aldrei verið fjölmennari. Sjálf kaupstefnan fer fram í Laugardalshöllinni og stendur fram á sunnudag.
Lesa meira

Gistinóttum á heilsárshótelum fjölgaði um 13%

Gistinóttum á heilsárshótelum fjölgaði um 13% á milli áranna 2013 og 2014, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Lesa meira

Ferðaþjónustuvefir í úrslitum vefverðlaunanna

Íslensku vefverðlaunin voru afhent um helgina. Líkt og vanalega var ferðaþjónustan talsvert áberandi og margir ferðaþjónustutengdir vefir í úrslitum.
Lesa meira