Fara í efni

Ísland - alveg milljón! - Skipulag, fyrirhyggja og framtíðarsýn í íslenskri ferðaþjónustu

Frá Landmannalaugum. Mynd: ©Ragnar Th. Sigurðsson
Frá Landmannalaugum. Mynd: ©Ragnar Th. Sigurðsson

Ísland - alveg milljón! - Skipulag, fyrirhyggja og framtíðarsýn í íslenskri ferðaþjónustu er yfirskrift ferðamálaþings 2013. Það verður að þessu sinni haldið á Selfossi dagana 2.-3. október í samvinnu Ferðamálastofu og Skipulagsstofnunar.

Megin þemað, líkt og yfirskriftin ber með sér, verða skipulagsmál og ferðaþjónusta. Dagskrá þingsins er í vinnslu en það mun standa yfir í tvo daga og vert fyrir alla sem áhuga hafa á þessu mikilvæga máli að taka þessa daga strax frá.