Fara í efni

90 þúsund ferðamenn í júní

Smellið á myndina til að sjá hana stærri.
Smellið á myndina til að sjá hana stærri.

Um 9þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júnímánuði eða um 15.500 fleiri en í júní 2012. Um er að ræða 20,9% aukningu milli ára.

Nærri þreföld aukning á 12 ára tímabili

Þegar litið er til fjölda ferðamanna í júní mánuði á því tólf ára tímabili (2002-21013) sem Ferðamálastofa hefur haldið úti talningum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar má sjá umtalsverða aukningu ferðamanna en þeim hefur fjölgað úr 32 þús. árið 2002 í 90 þús. árið 2013 eða um 59 þús. ferðamenn. Aukningin milli ára hefur verið að jafnaði 10,1% en sveiflur milli ára  hafa verið miklar. 

Þriðjungur ferðamanna frá Bandaríkjunum og Þýskalandi

Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í júní frá Bandaríkjunum (19,6%) og Þýskalandi (13,5%). Þar á eftir komu Bretar (7,8%), Norðmenn (7,1%), Frakkar (7,0%), Svíar (5,0%), Danir (4,8%) og Kanadamenn (3,7%). Samtals voru þessar átta þjóðir um tveir þriðju (68,5%) ferðamanna í júní.

Af einstaka þjóðum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Þjóðverjum, Frökkum og Bretum mest milli ára í júní. Þannig komu 3.323 fleiri Bandaríkjamenn en í júní í fyrra, 2.480 fleiri Þjóðverjar, 1.856 fleiri Frakkar og 1.091 fleiri Bretar.

Aukning frá öllum markaðssvæðum í júní

Þegar aukning milli ára er skoðuð eftir einstaka markaðssvæðum má sjá 28,6% aukningu Breta í júní, 23,3% aukningu N-Ameríkana, 18,6% aukningu Breta og 23,9% aukningu þeirra sem koma frá löndum sem flokkuð eru undir annað. Aukning Norðurlandabúa er hins vegar nokkuð minni eða 6,6%.

Um 311 þúsund ferðamenn frá áramótum

Frá áramótum hafa 311.409 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða um 66 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 27,2% milli ára. 47,4% fleiri Bretar hafa heimsótt landið, 29,8% fleiri N-Ameríkanar, 26,5% fleiri Mið- og S-Evrópubúar og 28,6% fleiri ferðamenn frá löndum sem flokkast undir ,,annað“. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað minna eða um 8,7%.

Utanferðir Íslendinga

Um 36 þúsund Íslendingar fóru utan í júní eða þrjú þúsund færri en í júní í fyrra. Frá áramótum hafa um 170 þúsund Íslendingar farið utan, um 500 færri en á sama tímabili árið 2012. Fækkunin nemur 0,3% milli ára.

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is

Fjöldi ferðamanna í júní