Fréttir

Upplýsingar varðandi öryggismál fyrir ferðaheildsala

Í tilefni af fyrirhugðum breytingum á lögum um skipan ferðamála hefur iðnaðarráðuneytið sent erlendum ferðaheildsölum sem annast sölu skipulagðra ferða á Íslandi og til Íslands meðfylgjandi upplýsingar sem kveða á um að viðkomandi aðili þurfi að leggja fram öryggisáætlun- áhættumat við komu til landsins. Viðkomandi reglugerð hefur nú verið lögð fram á þingi og verði hún að lögum má reikna með að þau taki gildi nú í vor. Sjá texta er málið varðar hér að neðan: "The Icelandic Ministry of Industry, Energy and Tourism wishes to inform that a bill of legislation has been presented before the Parliament of Iceland, stipulating that all parties offering organised commercial tours in Iceland must submit a safety plan. This applies to domestic and foreign tour operators alike. Attached is the portion of the bill that pertains to the preparation of safety plans. If the bill is passed into law, it is expected to enter into force immediately (spring 2012). When groups of travellers arrive in Iceland, the tour guide or driver will be required to demonstrate that the company has a valid safety plan. In addition, the authorities will request on a regular basis that parties responsible for tour groups in Iceland demonstrate that they have a valid safety plan. When the Act has entered into force, the Icelandic Tourist Board will publish instructions for the preparation of safety plans on its website and will assist operators in preparing safety plans upon request". Proposed changes to Tourism Administration Act. (word) Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson - arctic-images.com
Lesa meira

VAKINN - kynningarfundir í dag og morgun

Í dag og á morgun verða þrír kynningarfundir á VAKANUM, hinu nýja gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Í dag er fundað á Stykkishólmi og á morgun á Selfossi og í Reykjavík. Metnaðarfullt verkefni fyrir alla ferðaþjónustuEins og fram hefur komið þá á VAKINN sér talsaverða sögu og en unnið hefur verið að þróun þessa metnaðarfulla gæðakerfis frá haustinu 2008. Eru miklar vonir bundnar við að VAKINN muni efla gæði og öryggi í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og stuðningi, ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja. Unnið í náinni samvinnuVAKINN er afsprengi þróunarverkefnis sem iðnaðarráðuneytið fól Ferðamálastofu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands að vinna að. Verkefnið er unnið í náinni samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálasamtök Íslands og þannig hefur skapast breið samstaða innan ferðaþjónustunnar um þennan mikilvæga málaflokk. www.vakinn.is og www.facebook.com/vakinn.is Kynningarfundir um allt landHér að neðan eru upplýsingar um hvern fund um sig: 13. mars Stykkishólmur 14-16:30 - Hótel Stykkishólmur - Nánari upplýsingar og skráning14. mars Selfoss 9-11:30 - Hótel Selfoss - Nánari upplýsingar og skráning14. mars Reykjavík 14-16:30 - Reykjavík Hótel Natura - Nánari upplýsingar og skráningDagskrá kynningarfunda:- Ávinningur af VAKANUM- Umhverfiskerfi VAKANS- Gerð öryggisáætlana- Áhættumat í ferðaþjónustu- Rekstur og stjórnun- Stuðningur og fylgigögn VAKANS Tökum höndum saman og eflum gæði í íslenskri ferðaþjónustu!
Lesa meira

Tökum þátt og bjóðum heim í eldhús!

Nú stendur yfir vorátak Inspired by Iceland makaðsherferðarinnar. Að þessu sinni er erlendum ferðamönnum boðið að kynnast íslenskri matarmenningu í stórbrotnu umhverfi íslenskrar náttúru, í litlu ferðahúsi á hljólum sem hefur fengið nafnið Eldhús. Húsið er flutt um landið og gestakokkar og áhugafólk um matreiðslu skiptist á um að útbúa veislumáltíð fyrir gesti. Húsið rúmar fjóra auk gestgjafa og matreiðslumanns. Eitt það besta sem Ísland hefur upp á að bjóða er gestrisni og góður matur. Við viljum hvetja alla til þess að taka þátt í þessu verkefni og gera sem flestum kleift að kynnast íslenskri gestrisni. Bjóðum ferðamönnum heim í eldhús og leyfum þeim að kynnast íslenskri matargerð. Gerum Ísland að ógleymanlegum áfangastað fyrir ferðamenn. Hægt er að skrá heimboð á heimasíðu Inspired by IcelandTakið þátt og gerum íslandsheimsókn að óviðjafnanlegri reynslu fyrir gesti okkar! Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson - arctic-images.com
Lesa meira

Horfur væntingar og millilandaflug

Flugklasinn í Eyjafirði, sem gengur undir nafninu Air 66, gengst fyrir ráðstefnu á Hótel KEA föstudaginn 9. mars kl. 10-12. Yfirskriftin er "Horfur væntingar og millilandaflug". • Hvað gera erlendir ferðamenn á Íslandi? Ferðavenjukönnun Ferðamálastofu - Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri Ferðamálastofu • Heldur aukning ferðamanna áfram í sama takti og verið hefur? Hvernig er útlitið hjá Icelandair? - Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair • Millilandaflug á Akureyrarflugvöll og fjölgun flugfélaga á Keflavíkurflugvelli - framtíðarsýn. - Guðný Jóhannsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunar ISAVIA • Erlendir ferðamenn á Norðurlandi – niðurstöður úr könnun meðal ferðamanna á Akureyrarflugvelli – Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála Fundarstjóri verður Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Vinsamlega sendið skráningu á arnheidur@nordurland.is. Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson - arctic-images.com
Lesa meira

Áskorun um kröfulýsingu

Ferðaskrifstofuleyfi Vesturheims sf., kt. 660706-0110, Engihjalla 25, 200 Kópavogi, hefur verið fellt úr gildi þar sem félaginu hefur nú verið slitið. Starfsemi ferðaskrifstofunnar var tryggingaskyld samkvæmt V. kafla laga nr. 73/2005 um skipan ferðamála. Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. laganna er tryggingunni ætlað að endurgreiða fé sem viðskiptavinur hefur greitt vegna alferðar, sem enn er ófarin og til heimflutnings viðskiptavinar úr alferð. Tryggingin nær einnig til þess að gera viðskiptavini kleift að ljúka alferð í samræmi við upphaflega áætlun hennar. Með vísan til 19. gr. laga nr. 73/2005 um skipan ferðamála er hér með skorað á viðskiptavini Vesturheims sf. að leggja fram skriflegar kröfulýsingar í tryggingarféð innan 60 daga frá birtingu áskorunar þessarar. Kröfulýsingum skal beint til Ferðamálastofu, Strandgötu 29, 600 Akureyri. Með henni skulu fylgja nauðsynleg sönnunargögn um kröfuna, svo sem farseðlar og kvittanir.Kröfufresturinn er til 3. maí 2012. Virðingarfyllst, F.h. FerðamálastofuHelena Þ. Karlsdóttir, lögfræðingurhelena@ferdamalastofa.isSími: 535 5500
Lesa meira

Ferðaárið 2012 lofar góðu

Tæplega 28 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í nýliðnum febrúarmánuði eða fimm þúsund fleiri en í febrúar 2011. Að jafnaði 9,4% fölgun milli áraAukning ferðamanna á milli ára í febrúar nú er því 22,1%. Ferðamenn eru nú ríflega helmingi fleiri en árið 2003 og á því níu ára tímabili sem Ferðamálastofa hefur haldið úti talningum í Leifsstöð hefur aukningin milli ára í febrúarmánuði verið að jafnaði 9,4%. Bretar langfjölmennastir í febrúarAf einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í febrúar frá Bretlandi eða 37,7% af heildarfjölda. Næstfjölmennastir voru Bandaríkjamenn eða 13,9% af heildarfjölda, síðan komu Norðmenn (7,0%), Danir (5,5%), Frakkar (4,8%), Þjóðverjar (3,9%), Japanir (3,9%),  Svíar (3,7%) og Hollendingar (3,7%). Samtals eru þessar níu þjóðir 84,1% af heildarfjölda ferðamanna í febrúar. Ríflega þrjú þúsund fleiri BretarEf litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega aukningu frá Bretlandi milli ára eða um tæp 50%. Aukning frá N-Ameríku er ennfremur umtalsverð eða 28,4% og sama má segja um lönd sem flokkuð eru undir ,,Annað” eða 20,0%. Norðurlandabúar standa hins vegar í stað og lítilsháttar fækkun er frá Mið-og S-Evrópu. Þróunin frá áramótumFrá áramótum hafa 54 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu sem er tæplega 20 prósenta aukning frá árinu áður. Um 51% aukning hefur verið í brottförum Breta, tæplega þriðjungsaukning (29,7%) í brottförum N-Ameríkana og tæplega fjórðungsaukning í brottförum frá löndum sem flokkast undir ,,Annað”.  Brottförum Norðurlandabúa og þeirra sem koma frá Mið- og S-Evrópu hefur hins vegar fækkað lítils háttar. Utanferðir ÍslendingaAðeins fleiri Íslendingar eða tæplega 1700 talsins fóru utan í febrúar í ár en í fyrra. Í ár fóru 21.242 Íslendingar utan en 19 þúsund árið áður. Aukningin nemur 8,3% á milli ára. Frá áramótum hafa tæplega 45 þúsund Íslendingar farið utan, 2.250 fleiri en á sama tímabili árið 2011 þegar um 42 þúsund Íslendingar fóru utan. Aukningin nemur 5,3% milli ára.Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/Feðamannatalningar  hér á vefnum.  -Nánari upplýsingar gefur Oddný Þóra Óladóttir rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is BROTTFARIR UM LEIFSSTÖÐ Febrúar eftir þjóðernum Janúar - febrúar eftir þjóðernum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2011 2012 Fjöldi (%)   2011 2012 Fjöldi (%) Bandaríkin 2.900 3.879 979 33,8   Bandaríkin 5.809 7.793 1.984 34,2 Bretland 7.033 10.522 3.489 49,6   Bretland 11.559 17.478 5.919 51,2 Danmörk 1.472 1.525 53 3,6   Danmörk 3.097 3.240 143 4,6 Finnland 228 238 10 4,4   Finnland 671 654 -17 -2,5 Frakkland 1.268 1.336 68 5,4   Frakkland 2.719 2.723 4 0,1 Holland 969 1.021 52 5,4   Holland 1.667 1.743 76 4,6 Ítalía 216 208 -8 -3,7   Ítalía 517 457 -60 -11,6 Japan 712 1.078 366 51,4   Japan 1.547 2.154 607 39,2 Kanada 343 284 -59 -17,2   Kanada 695 645 -50 -7,2 Kína 217 343 126 58,1   Kína 400 792 392 98,0 Noregur 1.799 1.949 150 8,3   Noregur 3.305 3.667 362 11,0 Pólland 475 341 -134 -28,2   Pólland 996 811 -185 -18,6 Rússland 81 66 -15 -18,5   Rússland 318 381 63 19,8 Spánn 258 206 -52 -20,2   Spánn 559 558 -1 -0,2 Sviss 152 169 17 11,2   Sviss 467 421 -46 -9,9 Svíþjóð 1.185 1.035 -150 -12,7   Svíþjóð 3.218 2.475 -743 -23,1 Þýskaland 1.310 1.079 -231 -17,6   Þýskaland 2.848 2.351 -497 -17,5 Annað 2.231 2.630 399 17,9   Annað 4.719 5.718 999 21,2 Samtals 22.849 27.909 5.060 22,1   Samtals 45.111 54.061 8.950 19,8                       Febrúar eftir markaðssvæðum Janúar - febrúar eftir markaðssvæðum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2011 2011 Fjöldi (%)   2011 2012 Fjöldi (%) Norðurlönd 4.684 4.747 63 1,3   Norðurlönd 10.291 10.036 -255 -2,5 Bretland 7.033 10.522 3.489 49,6   Bretland 11.559 17.478 5.919 51,2 Mið-/S-Evrópa 4.173 4.019 -154 -3,7   Mið-/S-Evrópa 8.777 8.253 -524 -6,0 N-Ameríka 3.243 4.163 920 28,4   N-Ameríka 6.504 8.438 1.934 29,7 Annað 3.716 4.458 742 20,0   Annað 7.980 9.856 1.876 23,5 Samtals 22.849 27.909 5.060 22,1   Samtals 45.111 54.061 8.950 19,8                       Ísland 19.605 21.242 1.637 8,3   Ísland 42.379 44.629 2.250 5,3
Lesa meira

Gistinætur heilsárshótela í janúar

Hagstofan hefur birt tölur um gistinættur á hótelum í janúar síðastliðnum. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið þannig að til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Gistinóttum á hótelum í janúar fjölgaði um 34% Gistinætur á hótelum í janúar voru 71.600 samanborið við 53.600 í janúar 2011. Gistinætur erlendra gesta voru um 81% af heildarfjölda gistinátta í janúar en gistinóttum þeirra fjölgaði um 37% samanborið við janúar 2011. Á sama tíma fjölgaði gistinóttum Íslendinga um 21%. Gistinætur á hótelum höfuðborgarsvæðisins voru 59.500 í janúar og fjölgaði um 34% frá fyrra ári. Á Norðurlandi voru 2.300 gistinætur í janúar sem er 52% aukning frá fyrra ári. Á Suðurlandi voru gistinætur 4.700 eða 44% fleiri en í janúar 2011. Á Suðurnesjum voru gistinætur 3.500 sem er 21% aukning frá fyrra ári. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða fjölgaði gistinóttum einnig milli ára, voru 900 samanborið við 800 í janúar 2011. Á Austurlandi voru gistinætur á hótelum í janúar svipaðar á milli ára eða um 800.  
Lesa meira

VAKINN kynntur á fundum víða um land

VAKINN, hið nýja gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar, verður kynnt á fundum víða um land dagana 2. til 14. mars næstkomandi. Byrjað verður á Ísafirði á morgun, föstudag og endað í Reykjavík þann 14. mars. Metnaðarfullt verkefni fyrir alla ferðaþjónustuEins og fram hefur komið þá á VAKINN sér talsaverða sögu og en unnið hefur verið að þróun þessa metnaðarfulla gæðakerfis frá haustinu 2008. Eru miklar vonir bundnar við að VAKINN muni efla gæði og öryggi í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og stuðningi, ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja. Unnið í náinni samvinnuVAKINN er afsprengi þróunarverkefnis sem iðnaðarráðuneytið fól Ferðamálastofu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands að vinna að. Verkefnið er unnið í náinni samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálasamtök Íslands og þannig hefur skapast breið samstaða innan ferðaþjónustunnar um þennan mikilvæga málaflokk. Nánari upplýsingar um VAKANN á:www.vakinn.is og www.facebook.com/vakinn.is Kynningarfundir um allt landHér að neðan eru upplýsingar um hvern fund um sig: 2. mars  Ísafjörður 13-15:30 - Hótel Ísafjörður - Nánari upplýsingar og skráning5. mars  Akureyri 9-11:30 - Hótel KEA - Nánari upplýsingar og skráning5. mars Varmahlíð 14-16:30 - Hótel Varmahlíð - Nánari upplýsingar og skráning6. mars  Egilsstaðir 11-13:30 - Hótel Hérað - Nánari upplýsingar og skráning7. mars  Höfn í Hornafirði 9-11:30 - Hótel Höfn - Nánari upplýsingar og skráning7. mars  Kirkjub.klaustur 15-17:30 - Hótel Klaustur - Nánari upplýsingar og skráning13. mars Stykkishólmur 14-16:30 - Hótel Stykkishólmur - Nánari upplýsingar og skráning14. mars Selfoss 9-11:30 - Hótel Selfoss - Nánari upplýsingar og skráning14. mars Reykjavík 14-16:30 - Reykjavík Hótel Natura - Nánari upplýsingar og skráningDagskrá kynningarfunda:- Ávinningur af VAKANUM- Umhverfiskerfi VAKANS- Gerð öryggisáætlana- Áhættumat í ferðaþjónustu- Rekstur og stjórnun- Stuðningur og fylgigögn VAKANS Tökum höndum saman og eflum gæði í íslenskri ferðaþjónustu! Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson - arctic-images.com
Lesa meira

Spegillinn II - markaðsþróunarverkefni í ferðaþjónustu

Íslandsstofa og Ferðamálastofa kynna markaðsþróunarverkefnið Spegilinn, sem er sérstaklega ætlað fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Spegillinn er einstakt tækifæri fyrir framsýna þátttakendur að sannreyna áform sín, lagfæra og leiðrétta áherslur og styrkja þannig grundvöll og rekstrarforsendur síns fyrirtækis, áður en haldið er af stað í markaðssókn og aðgerðir, heima og eða erlendis. Megin áherslur verkefnisins eru: Greining : Eitt fyrirtæki er í brennidepli á hverjum vinnufundi.  Á fundinum fer fram opið og gagnrýnið mat á stöðu, stefnu, styrkleikum og veikleikum, framtíðarsýn, markmiðum og leiðum hjá viðkomandi fyrirtæki. Úrvinnsla:  Á hverjum vinnufundi eru fyrirfram ákveðnir lykilþættir yfirfarnir í skipulagðri hópavinnu, undir stjórn ráðgjafa.  Við lok vinnufundarins liggja fyrir ábendingar og tillögur um úrbætur, tækifæri og leiðir til að bæta og auka árangur. Úrbætur og árangursmið:  Úrbótatillögur hópsins eru kynntar fyrir viðkomandi fyrirtæki og aðstoð veitt við að koma þeim í framkvæmd.   Vinnan miðar að því að tillögur og ábendingar geti orðið leiðarljós sem stjórnendur fyrirtækisins hafa við markaðsþróun þess til framtíðar. Átta - tíu fyrirtækjum verður boðin þátttaka í Speglinum og mun það standa í jafn marga mánuði.  Einn vinnufundur er í hverjum mánuði meðan verkefnið stendur, tveir dagar í senn. Þátttökugjald er kr. 150.000 og greiðast kr. 50.000.- við staðfestingu. Að auki þurfa þátttakendur að greiða allan kostnað svo sem ferðir innanlands, gistingu og fæði á meðan á fundi stendur. Þátttakendur þurfa að vera tilbúnir að opna „allar bækur“ fyrir hópnum og gert verður trúnaðarsamkomulag milli allra aðila. Umsóknarfrestur er til 11. mars 2012. Nánari upplýsingarSjá verkefnislýsingu, ummæli, skilyrði fyrir þátttöku og umsóknarblað á upplýsingasíðu um Spegilinn.  Nánari upplýsingar veita Björn H Reynisson, verkefnisstjóri, bjorn@islandsstofa.is og Hermann Ottósson, forstöðumaður markaðsþróunar, hermann@islandsstofa.is, sími 511 4000 Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson - arctic-images.com
Lesa meira