Fréttir

Gleðilegt ferðaár 2011

Í greininni hér á eftir fer Ólöf Ýrr Atladóttir í nokkrum orðum yfir ferðaárið 2010 og mikilvægi greinarinnar fyrir þjóðarbúið, ásamt því að horfa til framtíðar og þeirra spennandi verkefna sem framundan eru hjá Ferðamálastofu á árinu 2011. Ár ögrandi verkefnaÍ byrjun ársins 2010 var mikil bjartsýni ríkjandi í íslenskri ferðaþjónustu. Fregnir bárust um góða bókunarstöðu hjá stórum fyrirtækjum og allt útlit var fyrir að ferðaárið í ár myndi jafnvel verða hið stærsta frá upphafi. Í þessu samhengi örlaði á áhyggjuröddum þeirra sem fylgst höfðu með ágangi á vinsælum ferðamannastöðum metsumarið 2009.  Umræðan um nauðsyn þess að snúa vörn í sókn í þessum efnum, dreifa ferðamönnum betur í tíma og rúmi, jókst að þunga. Gosið í Eyjafjallajökli setti alvarlegt strik í reikninginn. Bókanir hættu að berast, á árstíma þar sem þær áttu að vera að flæða inn af krafti, og neikvæð og á tímum villandi umræða erlendra fjölmiðla vakti ótta um að sumarið 2010 myndi verða ferðaþjónustuaðilum þungt í skauti. Sameiginlegt markaðsátak stjórnvalda og ferðaþjónustunnar, Inspired by Iceland, gerði sitt til að snúa þeirri þróun við, en önnur jákvæð áhrif þess átaks eiga að líkindum eftir að koma fram á næstu árum. Þarna var ráðist í heildstætt kynningarátak í virkri samvinnu, þar sem kynningarmiðlar voru nýttir á nýstárlegan hátt og með heildarsýn að leiðarljósi. Átaksverkefnið sýndi hvernig aðilar geta tekið höndum saman til að bregðast við bráðavanda og víst að reynslan sem þarna varð til mun nýtast í framtíðinni við viðlíka aðstæður.  Því má þó ekki gleyma að markaðssetning íslenskrar ferðaþjónustu er ekki grundvölluð á átaksverkefnum, heldur viðvarandi vinnu við að vekja og viðhalda áhuga almennings og söluaðila á erlendum mörkuðum. Sú vinna byggir á daglegum samskiptum, sterkum skilaboðum og heildarsýn, þar sem hlutverk hins opinbera í almennri landkynningu er vel skilgreint. Mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúiðNú í lok ársins 2010 gefa tölur til kynna milli eins og tveggja prósenta fækkun ferðamanna. Árangurinn er þannig vel ásættanlegur þegar litið er til þeirra atburða sem áttu sér stað á árinu. Jákvæðar fréttir erlendra fjölmiðla upp á síðkastið, þar sem Ísland er sett í öndvegi áfangastaða næsta árs eru meðal þess sem vekja vonir um að árið verði gjöfult.  En aukinn fjöldi ferðamanna kallar á aukna uppbyggingu – og í ljósi þess að helsta auðlind ferðaþjónustunnar er sameign okkar í íslenskri náttúru, þurfum við nú að taka höndum saman um að byggja upp gæðaferðaþjónustu sem vaxið getur til framtíðar í sátt við umhverfið. Þar hefur Ferðamálastofa mikilvægu hlutverki að gegna. Ferðaþjónustan er ein okkar mikilvægustu atvinnugreina og er ennfremur kjörinn vettvangur samvinnuverkefna á vegum hins opinbera og einkaaðila, vegna þess m.a. að hagsmunir þeir sem ferðaþjónustunni tengjast eru svo víðfeðmir. Íslendingar allir eiga þannig mikilvægra hagsmuna að gæta, þar sem ferðaþjónustan er mikilvæg tekjulind. Atvinnugreinin skilaði 155 milljörðum króna í gjaldeyristekjum til þjóðarbúsins árið 2009, sem var um 21% aukning frá árinu áður. Ferðaþjónustufyrirtæki eiga hagsmuni að gæta í því að hér þróist sjálfbær gæðaferðaþjónusta, þar sem þau skilaboð eru send út að almenningur og rekstraraðilar beri virðingu fyrir umhverfi sínu og sérstæðri náttúru landsins. Tryggja þarf öryggi ferðamanna, bæði á vinsælum ferðamannastöðum og  með því að skilgreina ramma fyrir ferðaþjónustuverkefni að starfa eftir. Gera þarf kröfur til fyrirtækja um gæði vöru og þjónustu. Ferðaþjónustan skapar störf um allt land og við þurfum að vinna að því að auka arðsemi þeirra starfa og tryggja að um sem flest heilsársstörf verði að ræða. Ferðaþjónustan er mikilvægur liður í byggðafestu og tryggir íbúum víða um land þjónustu sem ekki væri til staðar ef ferðamanna nyti ekki við. Ferðaþjónustan þarfnast nýsköpunar, sem byggir á þekkingu, en upplýsingar sem Ferðamálastofa tók saman á árinu sem er að líða gefa til kynna að hlutur atvinnugreinarinnar í rannsóknar- og nýsköpunarsjóðum sé einungis um 0,5% sem er  sérkennilegt þegar vægi greinarinnar fyrir þjóðarbúið er skoðað.Fjölmörg verkefni framundan Spennandi ár framundanFerðamálastofa er tilbúin að einhenda sér í þau verkefni  sem vinna þarf – og þegar hefur verið hafist handa. Ferðamálastofa hefur í samvinnu við hagsmunaaðila og aðra aðila stoðkerfisins hleypt af stokkunum fjölmörgum verkefnum sem miða að því að styrkja ferðaþjónustuna til framtíðar: Metnaðarfullt gæða- og umhverfisvottunarkerfi, grundvallað á Qualmark kerfi Nýsjálendinga, er í startholunum, en merki þess og nafn var kynnt á dögunum. Stefnt er að því að þetta kerfi nái til flestra þátta ferðaþjónustunnar og verði leiðbeinadi fyrir fyrirtæki í uppbyggingu, um leið og það gerir kröfur til þeirra um metnað og þjónustu. Á nýju ári verður hafin vinna, í samvinnu við ferðaþjónustuaðila og rannsakendur, við að skilgreina áherslur og stefnu í rannsóknum á sviði ferðaþjónustu, en sú vinna verður grundvölluð á þeirri ferðamálastefnu sem unnin var á vegum iðnaðarráðherra á árinu og lögð verður fyrir Alþingi í upphafi nýs árs.  Ferðamálastofa hefur unnið að ýmsum rannsóknar- og rýniverkefnum á árinu, sem gagnast bæði fyrirtækjum og hinu opinbera í stefnumótun og ákvarðanatöku. Verið er að leggja lokahönd á öryggisstefnu fyrir ferðamannastaði, en sú stefna er unnin af Ferðamálastofu í góðri samvinnu við Umhverfisstofnun og Slysavarnafélagið Landsbjörgu. Endurskoðun á lögum um skipan ferðamála stendur yfir, en þar er m.a. horft til þeirra öryggiskrafna sem setja á fyrirtækjum á sviði ferðaþjónustu. Verið er að vinna áætlun um ferðamennsku á hálendi Íslands á vegum Háskóla Íslands, en sú vinna er fjármögnuð af iðnaðarráðuneytinu.  Ferðamálastofa heldur utan um verkefnið fyrir hönd ráðuneytisins og hefur stutt við grunnrannsóknir á þessu sviði með ráðum og dáð. Ferðamálastofa hýsir f.h. iðnaðarráðuneytis þróunarverkefnið Heilsulandið Ísland (islandofhealth.is).  Um er að ræða metnaðarfullt verkefni, sem nýtir okkar náttúrulegu auðlindir og sem ferðaþjónustuaðilar um allt land geta haft hag af. Með tilkomu Framkvæmdasjóðs ferðaþjónustunnar, sem verður í vörslu Ferðamálastofu, opnast tækifæri til heildstæðrar áætlunargerðar á sviði uppbyggingar á ferðamannastöðum um allt land. Ennfremur gætu opnast möguleikar til að nýta aðra fjármuni í nýsköpunar- og þróunarverkefni. Þróunarverkefni á sviði menningarferðaþjónustu og matarferðaþjónustu, sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafði umsjón með í samvinnu við Ferðamálastofu, eru að skila góðum árangri og sýna fram á árangur þess að nýta aðferðafræði klasavinnu á sviði ferðaþjónustu, en hjá Nýsköpunarmiðstöð vinna margir helstu sérfræðingar okkar á þessu sviði. Fyrirhugað er að efla kynningarstarf gagnvart innlendum ferðamönnum, en endurnýjaður kynningar- og kortavefur Ferðamálastofu er fyrsta skrefið í þeim efnum.  Markaðsstofur landshlutanna gegna hér mikilvægu hlutverki og stefnt er að því að efla samstarfið við þær á árinu. Af framangreindri upptalningu má sjá að spennandi tímar eru framundan á næsta ári.  Jafnljóst er að þessi verkefni verða ekki unnin nema í góðri samvinnu allra hagsmunaaðila – reynslan sýnir að þannig verður árangurinn bestur.  Fyrir hönd Ferðamálastofu óska ég okkur öllum velfarnaðar á komandi ári og hlakka til samstarfsins. Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri
Lesa meira

Sjöundi umsóknarfrestur Norðurslóðaáætlunarinnar nálgast

 Þann 14 janúar 2011 mun Norðurslóðaáætlunin formlega opna tvær umsóknir: sjöunda umsóknarfrest til aðalverkefna og umsóknir um stefnumótandi aðalverkefni. Umsækjendum er bent á að lesa vel neðangreindar upplýsingar sem tilheyra umsóknunum, athugið að skjölin eru á ensku. Þær breytingar hafa orðið að eftirlitsráð áætlunarinnar (PMC) hefur tekið þá ákvörðun að hafa sjöunda umsóknarfrest opin öllum. Umsóknarfrestur fyrir báðar umsóknir er 21. mars 2011. Nánar á vef iðnaðarráðuneytisins
Lesa meira

Áhugaverðar niðurstöður í könnun meðal erlendra ferðamanna í sumar

Langflestir erlendir gestir sem koma til Íslands eru ánægðir með Íslandsferðina en 97% telja að hún hafi uppfyllt væntingar. Þetta er meðal niðurstaðna úr nokkrum spurningum sem Ferðamálastofa fékk Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF) til að leggja fyrir erlenda gesti á Íslandi sumarið 2010. Tilgangurinn með þessum spurningum var m.a.  að skoða samsetningu ferðamanna á Íslandi sumarið 2010, hvað dró þá til landsins, hvaða afþreyingu nýttu þeir og hver var upplifun þeirra á Íslandi en spurningarnar eru liður í almennri gagnasöfnun Ferðamálastofu um ferðamenn á Íslandi. Hvaðan kom hugmynd að ÍslandsferðEins og í fyrri könnunum nefna flestir svarenda (62%) náttúruna og landið þegar spurt er um hvaðan hugmynd að Íslandsferð kom. Margir nefna vini og ættingja eða 28%, 10% nefna fyrri heimsókn en 5-7% hafa orðið fyrir áhrifum frá Internetinu, greinum í blöðum/tímaritum, ferðahandbókum/bæklingum, íslenskum bókmenntum/kvikmyndum, sjónvarps- eða útvarpsefni eða frá ferðaskrifstofum og flugfélögum. Aðrir þættir hafa minni áhrif. Þættir sem hafa áhrif á ákvörðunMikill meirihluti sagði náttúruna (82%) hafa haft áhrif á ákvörðun um Íslandsferð 2010 en þriðjungur nefndi íslenska menningu eða sögu. Aðrir þættir komu þar langt á eftir s.s. hagstætt ferðatilboð (10%), vinir/ættingjar á Íslandi (10%), millilending (7%) og spa/heilsulind (6%). Áhrif gossins í EyjafjallajökliÞegar erlendir gestir voru spurðir um áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli sögðust einungis 9% að þeir hefðu íhugað að hætta við Íslandsferð vegna gossins. Ef niðurstöður eru síðan skoðaðar eftir þjóðernum kemur í ljós að það voru einkum Spánverjar sem hugleiddu að hætta við ferð. Hvaða afþreying er nýtt?Eins og áður hafa erlendir gestir á Íslandi einkum áhuga á náttúrutengdri afþreyingu en 82% sögðust hafa farið í náttúruskoðun í Íslandsferðinni sumarið 2010. 62% sögðust hafa farið í sund eða náttúruböð, helmingur í gönguferðir eða fjallgöngu og tæplega helmingur á söfn eða sýningar.  Þá fóru 39% í hvalaskoðun, 36% í bátsferð, 31% heimsóttu handverksmiðstöð, 25% fóru í spa/heilsulind, 21% í eldfjallaferð, 16% í jökla- eða snjósleðaferð, 13% í hestaferð, 12% sóttu hátíð/viðburð, 7% fóru í lengri ferð með leiðsögn, 4% í fljótasiglingu (rafting) eða í stangveiði/skotveiði og 1% sérstaka heilsumeðferð. Hvað var minnisstæðast úr Íslandsferðinni?Þegar svarendur voru spurðir að því hvað þeim hefði þótt minnisstæðast við Íslandsferðina nefndu langflestir náttúrutengda þætti eða einstaka staði á landinu. Þannig nefndi 19,1% náttúruna og landslagið, 18,5% Bláa lónið, 17,8% Jökulsárlón, 17,5% Geysi, 12,6% Gullfoss, 10,6% Mývatn, 8,4% Landmannalaugar, 7,6% hvali eða hvalaskoðun, 7,2% Reykjavík og 6,4% eldfjöll eða eldfjallaferðir. Íslandsferðin uppfyllir væntingarEins og áður sagði voru erlendir gestir nokkuð sáttir við Íslandsferðina á heildina litið og sögðu 65% að hún hefði uppfyllt væntingar að öllu leyti, 32% að hún hefði uppfyllt væntingar að mestu leyti en 3% að nokkru eða litlu leyti.  Um svarendur og könnuninaKarlar voru 59% svarenda en konur 41%. Meðalaldur svarenda var 43,1 ár.  Ríflega helmingur (52%) svarenda var með há laun eða laun yfir meðallagi, 38% með laun í meðallagi en 10% lág laun eða laun undir meðallagi.  Meðaldvalarlengd í Íslandsferðinni var 10,4 nætur. Ferðamenn frá Þýskalandi, Spáni og Frakklandi dvöldu að jafnaði allra lengst eða um 13 nætur.   Könnun Rannsókna og ráðgjafar ferðaþjónustunnar (RRF) var gerð meðal erlendra brottfarargesta í Leifsstöð og á Seyðisfirði á tímabilinu júní til ágúst 2010. Könnunin byggir á 1.378 gildum svörum, 1.256 svörum frá flugfarþegum og 122 frá Norrænufarþegum. Ýmsar aðrar áhugaverðar niðurstöður má sjá úr sumarkönnuninni í samantekt sem Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF) vann fyrir Ferðamálastofu en skýrsluna í heild má nálgast hér að neðan Erlendir ferðamenn á Íslandi sumarið 2010 og samanburður við sumrin á undan (PDF)    
Lesa meira

AVS - rannsóknasjóður í sjávarútvegi auglýsir eftir umsóknum

AVS - rannsóknasjóður í sjávarútvegi hefur auglýst eftir umsóknum. Verkefni tengd ferðaþjónustu eru meðal þeirra sem falla undir sjóðinn. Eins og kemur fram í auglýsingu sjóðsins þá stendur umsækjendum til boða að senda inn umsóknir í nýjan flokk verkefna þar sem sérstök áhersla er lögð á atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggðum landsins. Þarna verður fyrst og fremst lögð áhersla á styttri verkefni sem eiga að vinnast á innan við 12 mánuðum og geta skapað ný störf og aukin verðmæti í sjávarbyggðum vítt og breitt um landið. AVS sjóðurinn er tilbúinn til að leggja fram að hámarki 50% af kostnaði verkefnanna og verður hámarksstyrkur 3 m.kr. Mikilvægt er að leggja fram vel rökstuddar og arðvænlegar hugmyndir að verkefnum sem geta aukið fjölbreytni og eflt atvinnu og verðmætasköpun. Lykilhugtök í þessum nýja verkefnaflokki AVS eru m.a. matarferðamennska, hönnun, nýtt hráefni, sjálfbærni, uppruni, ferðaþjónusta, vöruþróun, fullvinnsla, vörur í smásölu eða á borð neytenda, nýjar tegundir, smáframleiðsla o.fl. Sérstök umsóknaeyðublöð og nánari upplýsingar má finna á heimasíðu AVS - rannsóknasjóðs
Lesa meira

Viðurkenningar veittar eftir hulduheimsókn

Á uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda sem haldin var nýverið voru veittar viðurkenningar til tíu ferðaþjónustubæja sem tóku þátt í samstarfsverkefni Ferðaþjónustu bænda og Better Business síðastliðið sumar. Þar Samstarfið fólst í hinum svokölluðu hulduheimsóknum (e. Mystery Shopper) á vegum ráðgjafarfyrirtækisins Better Business og gafst félögum í Ferðaþjónustu bænda kostur á að taka þátt í verkefninu. Hulduheimsóknin fer þannig fram að ákveðinn aðili, sem er eins og hver annar gestur, metur staðinn eftir dvölina og er þá farið yfir hvern þátt dvalarinnar s.s. þjónustu, aðbúnað og upplifun. Gefnar eru einkunnir og umsagnir bæði fyrir einstaka þætti og heildareinkunn og að þessu sinni voru það 10 bæir sem fengu mjög góða heildareinkunn. Þessir staðir fengu verðlaun: Ensku húsin í Borgarfirði, Hótel Núpur í Dýrafirði, Heydalur í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi, Dæli í Víðidal, Engimýri í Öxnadal, Skjaldarvík í Eyjafirði, Öngulsstaðir í Eyjafjarðarsveit, Brunnhóll á Mýrum, Hestheimar í Rangárþingi og Smáratún í Fljótshlíð. „Þetta er þriðja sumarið sem verkefnið er í gangi og verða niðurstöðurnar notaðar til að greina á hvaða sviðum þarf að bæta árangurinn, en ekki síður er mikilvægt að vita hvað gestirnir eru ánægðir með,“ segir í tilkynningu frá Ferðaþjónustu bænda. Frá afhendingu verðlaunanna.
Lesa meira

Umsóknarfrestur framlengdur

Vegna bilunar sem upp kom í gærkvöld í vef Ferðamálastofu hefur frestur til að skila inn umsóknum til úrbóta á ferðamannastöðum verið framlengdur um einn dag. Umsóknarfrestur er þannig til miðnættis í dag, 21. desember. Nánari upplýsingar um styrki
Lesa meira

Tvö verkefni fá hvatningarverðlaun í heilsuferðaþjónustu

Í dag afhenti Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra tvenn hvatningarverðlaun í heilsuferðaþjónustu. Hvor verðlaun eru að upphæð ein milljón króna og eru þau veitt fyrir áhugaverða heilsuferðapakka sem ætlaðir eru erlendum ferðamönnum. VerðlaunaverkefninAð frumkvæmiði iðnaðarráðherra var auglýst eftir umsóknum fyrir verðlaunin og bárust 23 tillögur frá 20 aðilum. Eftir vandlega yfirferð varð niðurstaða dómnefndar einróma um að mæla með að annarsvegar:Hreyfistjórn efh. í samvinnu við Breiðu bökin ehf., Fjallamenn efh. og Icelandair Hótel Hamar fyrir verkefnið „Why not treat your backpain in spectacular surroundings“.   Og hinsvegar Bláa lónið í samvinnu við Icelandair, Kynnisferðir og Hreyfingu fyrir verkefnið „Blue Lagoon Psoriasis meðferð – ný intensive meðferð“. Skilyrði sem sett voruVerðlaunahafarnir þurftu að uppfylla sjö skilyrði:1. Þrír eða fleiri aðilar/fyrirtæki koma að heilsuferðinni og skal nafn og hlutverk hvers og eins skilgreint nákvæmlega á umsóknareyðublaðinu. 2. Ferðin sé ætluð erlendum vel skilgreindum markhópum. 3. Heilsuferðirnar verði metna út frá nýnæmi og framtíðarmöguleikum þeirra. 4. Heilsuferðin sé amk. 3 sólarhringar og sé í boði utan háannatíma. 5. Heilsuferðin falli að skilgreiningu á vellíðunar- eða heilsuferðaþjónustu* 6. Tilgangur ferðarinnar sé að efla heilsu viðskiptavinar.7. Ávinningur af ferðinni sé skilgreindur. Sem fyrr segir bárust 23 tillögur. Fram kom hjá dómnefnd að margar af þessum tillögum lýsa hugmyndaauðgi og ákveðinni nýsköpun en þyrftu í allnokkrum  tilfellum betri útfærslu og meiri ígrundun. Nánar um verkefnin Hreyfistjórn ehf. í samvinnu við Breiðu bökin ehf. og Fjallamenn efh. og Icelandair Hótel Hamar: „Why not treat your backpain in spectacular surroundings“. Umsögn dómnefndar: Verkefnið fær hæstu einkun skv. matsþáttum. Í verkefninu er notuð þekkingaryfirfærsla og íslensk nýsköpun til að búa til áhugaverða og nýja afurð í ferðaþjónustu þar sem fólki er boðið upp á greiningu, meðferð og þjálfun við mjóbaksvandamálum. Talið er að slík vandamál herji á um 80% vesturlandabúa einhverntímann á lífsleiðinni og stór hluti þeirra endar með viðvarandi vandamál með tilheyrandi óþægindum.   Ferðin er þannig uppbyggð að gestirnir koma til með að gista á Hótel Hamri í þægilegu umhverfi þar sem greining, þjálfun og fræðsla fer fram undir handleiðslu  sér hæfðra starfsmanna Hreyfistjórnunar ehf. og Breiðu baka ehf. Þá býðst getum að nýta sér fjölbreytta afþreyingu sem í boði er á svæðinu og munu Fjallamenn ehf. sjá um að skipuleggja þann þátt feðarinnar. Bláa lónið í samvinnu við Icelandair, Kynnisferðir og Hreyfingu: „Blue Lagoon Psoriasis meðferð – ný intensive meðferð“.Umsögn dómnefndar: Verkefnið er vel skilgreint þó svo að verkefnið sé ekki nýtt af nálinni nema að hluta til þá fær verkefnið eina hæstu einkun skv. matsþáttum. Það hefur sýnt sig í áranna rás að psoriasis meðferð í Bláa Lóninu skilar verulegum árangri og er enn í stöðugri þróun og byggir auk þess á rannsóknum og reynslu fjölda einstaklinga. Hin nýja „intensive-meðferð“ miðar að því að stytta hefðbundna psoriasis meðferð um helming, eða í 1-2 vikur, en ná þó sama árangri. Er þetta í samræmi við óskir gesta erlendis frá sem sótt hafa hefðbundna meðferð. Nálgun meðferðarinnar er heildstæð og felur m.a. í sér ráðgjöf um mataræði, hreyfingu og boð um kynnisferðir. Verkefnið er sett fram sem hágæðaferð þar sem viðskiptavinir upplifi margt af því besta sem heilsulandið Ísland hefur upp á að bjóða. Aðstandendur verkefnanna tveggja með Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Grímur Sæmundsson og Dagný Pétursdóttir frá Bláa lóninu, Þórarinn Þór frá Kynnisferðum, Hjörtur Árnason og Unnur Pétursdóttir frá Hótel Hamri, Ólöf Einarsdóttir frá Fjallamönnum, Einar Einarsson frá Hreyfistjórn ehf. og Katrín Júlíusdóttir, ráðherra.
Lesa meira

USA-Today Travel

USA-Today Travel    
Lesa meira

Afhending hvatningarverðlauna í heilsutengdri ferðaþjónustu

Mánudaginn 20. desember mun Katrín Júlíusdóttir ferðamálaráðherra veita tveimur aðilum hvatningarverðlaun í heilsutengdri ferðaþjónustu. Athöfnin fer fram á Hilton Reykjavík Nordica og hefst kl. 16:00. Með það að markmiði að stuðla að áframhaldandi þróun greinarinnar ákvað iðnaðarráðherra að veita tvenn verðlaun til fyrirtækja sem skara fram úr á þessu sviði. Hvor verðlaun eru að upphæð ein milljón króna og verða veitt fyrir áhugaverða heilsuferðapakka fyrir erlenda ferðamenn. Auglýst var eftir umsóknum og bárust margar spennandi tillögur. Boðið verður upp á léttar veitingar að athöfn lokinni. Þátttaka tilkynnist fyrir lok dags 17. desember  á netfangið skraning@icetourist.is                 
Lesa meira

Forimmediaterelease.net

Forimmediaterelease.net
Lesa meira