Fara í efni

AVS - rannsóknasjóður í sjávarútvegi auglýsir eftir umsóknum

Sjóstangveiði
Sjóstangveiði

AVS - rannsóknasjóður í sjávarútvegi hefur auglýst eftir umsóknum. Verkefni tengd ferðaþjónustu eru meðal þeirra sem falla undir sjóðinn.

Eins og kemur fram í auglýsingu sjóðsins þá stendur umsækjendum til boða að senda inn umsóknir í nýjan flokk verkefna þar sem sérstök áhersla er lögð á atvinnuþróun og nýsköpun í sjávarbyggðum landsins. Þarna verður fyrst og fremst lögð áhersla á styttri verkefni sem eiga að vinnast á innan við 12 mánuðum og geta skapað ný störf og aukin verðmæti í sjávarbyggðum vítt og breitt um landið. AVS sjóðurinn er tilbúinn til að leggja fram að hámarki 50% af kostnaði verkefnanna og verður hámarksstyrkur 3 m.kr.

Mikilvægt er að leggja fram vel rökstuddar og arðvænlegar hugmyndir að verkefnum sem geta aukið fjölbreytni og eflt atvinnu og verðmætasköpun.

Lykilhugtök í þessum nýja verkefnaflokki AVS eru m.a. matarferðamennska, hönnun, nýtt hráefni, sjálfbærni, uppruni, ferðaþjónusta, vöruþróun, fullvinnsla, vörur í smásölu eða á borð neytenda, nýjar tegundir, smáframleiðsla o.fl.

Sérstök umsóknaeyðublöð og nánari upplýsingar má finna á heimasíðu AVS - rannsóknasjóðs