Fara í efni

Afhending hvatningarverðlauna í heilsutengdri ferðaþjónustu

lóhó heilsusamtök
lóhó heilsusamtök

Mánudaginn 20. desember mun Katrín Júlíusdóttir ferðamálaráðherra veita tveimur aðilum hvatningarverðlaun í heilsutengdri ferðaþjónustu. Athöfnin fer fram á Hilton Reykjavík Nordica og hefst kl. 16:00.

Með það að markmiði að stuðla að áframhaldandi þróun greinarinnar ákvað iðnaðarráðherra að veita tvenn verðlaun til fyrirtækja sem skara fram úr á þessu sviði. Hvor verðlaun eru að upphæð ein milljón króna og verða veitt fyrir áhugaverða heilsuferðapakka fyrir erlenda ferðamenn. Auglýst var eftir umsóknum og bárust margar spennandi tillögur.

Boðið verður upp á léttar veitingar að athöfn lokinni. Þátttaka tilkynnist fyrir lok dags 17. desember  á netfangið skraning@icetourist.is