Fréttir

Fjölgun frá flestum mörkuðum í mars

Tæplega 24 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í marsmánuði síðastliðnum. Í sama mánuði á árinu 2008 voru þeir næstum tvö þúsund fleiri en þó ber að horfa til þess að fjölgun er frá nær öllum markaðssvæðum íslenskrar ferðaþjónustu. Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá fjölgun frá öllum mörkuðum í marsmánuði nema Bretlandi og "öðrum mörkuðum" en til þeirra teljast A.-Evrópulönd og fjarmarkaðir utan Evrópu og N.-Ameríku. Mestu munar um fækkun Pólverja en 67% færri Pólverjar fóru frá landinu í marsmánuði í ár en árið 2008. Má leiða líkum að því að þar sé erlent vinnuafl í miklum meirihluta. N.-Ameríkönum fjölgar verulega eða um 24%, Norðurlandabúum um 6% og gestum frá Mið- og S-Evrópu um 3% en nánari skiptingu gesta eftir markaðssvæðum og einstaka þjóðernum má sjá í töflunum hér að neðan. Frá áramótum hafa 62 þúsund erlendir gestir farið frá landinu eða um 6% færri en árinu áður. Meira en helmingsfækkun (54,4%) er í brottförum Íslendinga í mars, voru 17.600 talsins í mars 2009 en árinu áður voru þeir tæplega 39 þúsund. Brottförum Íslendinga frá áramótum hefur fækkað milli ára um helming eða 50 þúsund. Mars eftir þjóðernum Janúar-mars eftir þjóðernum       Breyting milli ára         Breyting milli ára   2008 2009 Fjöldi (%)     2008 2009 Fjöldi (%) Bandaríkin 2.112 2.693 581 27,5 Bandaríkin 5.744 6.835 1.091 19,0 Kanada 210 195 -15 -7,1 Kanada 751 537 -214 28,5 Bretland 5.703 5.197 -506 -8,9 Bretland 15.372 13.943 -1.429 -9,3 Noregur 1.994 2.383 389 19,5 Noregur 5.561 5.560 -1 0,0 Danmörk 2.307 2.460 153 6,6 Danmörk 6.010 6.255 245 4,1 Svíþjóð 1.570 1.720 150 9,6 Svíþjóð 4.582 4.326 -256 -5,6 Finnland 711 421 -290 -40,8 Finnland 1.585 1.059 -526 -33,2 Þýskaland 1.568 1.778 210 13,4 Þýskaland 3.824 4.472 648 16,9 Holland 1.075 1.158 83 7,7 Holland 2.303 2.397 94 4,1 Frakkland 1.093 1.070 -23 -2,1 Frakkland 3.207 2.802 -405 -12,6 Sviss 98 114 16 16,3 Sviss 396 505 109 27,5 Spánn 299 172 -127 -42,3 Spánn 637 509 -128 -20,1 Ítalía 242 228 -14 -5,8 Ítalía 693 610 -83 -12,0 Pólland 2.077 682 -1.395 -67,2 Pólland 3.610 1.904 -1.706 -47,3 Japan 702 673 -29 -4,1 Japan 2.138 2.232 94 4,4 Kína 145 164 19 13,1 Kína 504 430 -74 -14,7 Annað 3.713 2.589 -1.124 -30,3 Annað 9.303 7.582 -1.721 -18,5 Samtals 25.619 23.697 -1.922 -7,5   Samtals 66.220 61.958 -4.262 -6,4 Mars eftir markaðssvæðum Janúar-mars eftir markaðssvæðum       Breyting milli ára         Breyting milli ára   2008 2009 Fjöldi (%)     2008 2009 Fjöldi (%) N-Ameríka 2.322 2.888 566 24,4 N-Ameríka 6.495 7.372 877 13,5 Bretland 5.703 5.197 -506 -8,9 Bretland 15.372 13.943 -1.429 -9,3 Norðurlönd 6.582 6.984 402 6,1 Norðurlönd 17.738 17.200 -538 -3,0 Mið-/S-Evrópa 4.375 4.520 145 3,3 Mið-/S-Evrópa 11.060 11.295 235 2,1 Annað 6.637 4.108 -2.529 -38,1 Annað 15.555 12.148 -3.407 -21,9 Samtals 25.619 23.697 -1.922 -7,5   Samtals 66.220 61.958 -4.262 -6,4 Ísland 38.635 17.609 -21.026 -54,4 Ísland 102.109 51.430 -50.679 -49,6
Lesa meira

Ferðamálastjóri skyggnist undir yfirborðið

Segja má Ólöf Ýrr Atladóttir hafi síðastliðinn laugardag skyggnst undir yfirborð íslenskrar ferðaþjónustu í fleiri en einum skilningi þegar hún kafaði í Silfru á Þingvöllum. Þannig kynnti hún sér þennan þátt ferðaþjónustunnar sem eru skipulagðar köfunarferðir um leið og hún upplifði þá undraveröld sem leynist í djúpinu. Gjáin Silfra er heimsfræg meðal áhugamanna um köfun, skyggnið talið óviðjafnanlegt og upplifunin einstæð. Hafa myndir úr henni m.a. prýtt forsíðu Times. ?Þessi dagur var ógleymanlegur. Kvíðablandinn kuldinn áður en farið var út í vatnið, afslappandi þægindin þegar komið var ofan í og furðan yfir því að þriggja stiga hitinn var ekkert kaldur,? segir Ólöf Ýrr. Þá hafi verið einstakt að upplifa víðáttuna í djúpinu, landslagið, hamraveggina og hversu lítil mannskepnan sé í samanburði þrátt fyrir allar græjurnar. ?Birtan og skyggnið er nánast af öðrum heimi; blámi vatnsins sem dýpkaði eftir því sem neðar kom, haglélið sem buldi á yfirborðinu og bjó til stjörnublik hið neðra og hvernig sólin lék sér í vatninu,? segir Ólöf. Vel að málum staðiðFerðin var farin á vegum fyrirtækisins dive.is. ?Það vakti athygli hversu margir sóttu gjána heim þennan frekar hráslagalega laugardag í byrjun apríl. Mér taldist til milli 15 og 20 manns að leiðsögumönnum meðtöldum frá þremur fyrirtækjum. Mér fannst vel er staðið að málum, þrátt fyrir að ákveðnar áhyggjur hafi kviknað af göngustígamálum. Það er erfitt að bera 40 aukakíló í leðjunni og freistandi að leita að þurrum hjáleiðum. Annars er þessi afþreying þess eðlis að hún þarf alls ekki að skilja eftir óæskilegar menjar, síður en svo, enda sér vatnið um að koma umhverfinu í samt lag eftir heimsóknir gesta í undirdjúpin,? segir Ólöf. Ferðamálastjóri á mótum tveggja heimsálfa. Ævintýraveröld undir vatnsborðinu. Litirnir og litbrigðin eru margskonar.
Lesa meira

Ný lög um gjaldeyrishöft eiga ekki við um ferðaþjónustuna

Á vef Samtaka ferðaþjónustunnar er greint frá því að samtökin hafi rætt við stjórnvöld um nýju lögin um gjaldeyrishöft og hvernig þau snerta ferðaþjónustuna. Nú hefur viðskiptaráðuneytið staðfest þessi nýju lög snerti ekki ferðaþjónustuna þar sem þjónustan er innt af hendi hér á landi.  Staðfesting ráðuneytisins er sem hér segir: "Í framhaldi af símtali okkar þá vil ég staðfesta með þessum tölvupósti að ný samþykkt breytinga á  tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum og lögum um gjaldeyrismál nr. 87/1992, með síðari breytingum.  (Lagt fyrir Alþingi á 136. löggjafarþingi 2008?2009.)  eiga ekki við um ferðaþjónustu sem innt er af hendi á Íslandi."  
Lesa meira

Kynning í kjölfar bankahrunsins verðlaunuð

Almannatengslafyrirtæki Ferðamálastofu í Bretlandi, The Saltmarsh Partnership, var á dögunum verðlaunað fyrir að halda merki Íslands á lofti í kjölfar hruns banakanna í haust. Um var að ræða auglýsingaherferð með slagorðinu ?Still Banking on Tourism?. Verðlaunin voru veitt af samtökunum ?Chartered Institute of Marketing Travel Industry Group? í flokknum ?Best Tactical PR Campaign? og fékk herferðin silfurverðlaun. Um var að ræða herferð í blöðum tímaritum og útvarpi sem Clair Horwood hjá The Saltmarsh Partnership stýrði. Clair hefur unnið fyrir Ferðamálastofu að almannatengslum og kynningu á Íslandi í Bretlandi í nokkurn tíma með afar góðum árangri. ?Hún er að auki orðinn mikill aðdáandi landsins og leggur sig því alla fram þegar Ísland er annars vegar,? segir Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, markaðsfulltrúi Ferðamálastofu á Bretlandsmarkaði. Meðfylgjandi myndir sýnir dæmi um umfjöllun í Travel Mail.
Lesa meira

Söguslóðir 2009 - Unnið úr arfinum

Árlegt málþing Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu (SSF) verður haldið í Þjóðmenningarhúsinu fimmtudaginn 16. apríl næstkomandi kl. 13.00-17.00 undir yfirskriftinni "Söguslóðir 2009 - Unnið úr arfinum". Aðalfyrirlesari verður Stephen Harrison, menningarfulltrúi ríkisstjórnarinnar á Mön á erlendum vettvangi og fyrrum forstöðumaður Manx National Heritage. ("Isle of Man Government International Representative for Heritage and Culture"). Hann hefur verið leiðandi í mikilli uppbyggingu menningarferðaþjónustu á Mön undir slagorðin "Story of Mann" sem hefur sópað að sér ýmiss konar viðurkenningum á síðustu 15 árum. Nánar um Stephen Harrison (PDF) Annar erlendur fyrirlesari á Söguslóðaþingingu verður Dan Carlsson, prófessor í fornleifafræði við háskólann á Gotlandi sem hefur verið frumkvöðull í að rannsaka og kynna sögu víkingaaldar á Gotlandi og stuðla að eflingu ferðaþjónustu er á henni byggir. Nánar um Dan Carlsson (PDF) Auk þess áhugaverðir innlendir fyrirlesarar. Dagskrá ráðstefnunnar (PDF)  
Lesa meira

Farið yfir umsóknir vegna nýsköpunar í ferðaþjónustu

Eins og greint hefur verið frá hér á vef Ferðamálastofu þá barst fjöldi umsókna um styrk til uppbyggingar í ferðaþjónustu sem iðnaðarráðuneytið auglýsti. Til úthlutunar eru 100 milljónir sem skiptast í tvo flokka, 30 milljónir til uppbyggingar móttökuaðstöðu í höfnum fyrir farþega skemmtiferðaskipa og 70 milljónir til nýsköpunar í ferðaþjónustu. Úthlutunarnefnd er að meta umsóknir þessa dagana og verður úthlutun lokið fyrir 20. apríl næstkomandi. 
Lesa meira

Gistinóttum fækkaði um 6% í febrúar

Hagstofan hefur birt tölur um fjölda gistinátta á hótelum í febrúar. Þær sýna að gistinóttum fækkaði um 6% á landinu öllu miðað við febrúar í fyrra en þó er mjög mismunandi eftir landshlutum hvernig þróunin er þar sem gistinóttum á Noðulandi fjölgaði til dæmis um 29% . Gistinætur á hótelum í febrúar síðastliðnum voru 72.900 en voru 77.600 í sama mánuði árið 2008. Gistinóttum fækkaði þó einungis á Höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi en fjölgaði í öðrum landshlutum. Hlutfallslega fækkaði gistinóttum mest á Austurlandi, úr 1.600 í 800 eða um 50%. Gistinóttum fækkaði einnig á Höfuðborgarsvæðinu úr 61.000 í 54.000 eða um rúm 11% miðað við febrúar 2008. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Norðurlandi, úr 3.500 í 4.500 eða um tæp 29%  miðað við febrúar 2008. Á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum úr 6.200 í 7.700 eða rúm 24% og á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fjölgaði gistinóttum um rúm 10% miðað við febrúar 2008, úr 5.200 í 5.800. Fækkun gistinátta á hótelum í febrúar má aðallega rekja til Íslendinga en gistinóttum þeirra fækkaði um 17% á meðan og gistinóttum útlendinga fækkaði um rúmt 1% miðað við febrúar 2008.
Lesa meira

Svæði helgað Íslandi í Europa-Park

Skrifstofa Ferðamálastofu í Þýskalandi er í samstarfi við Europapark, stærsta skemmtigarð Þýskalands, um kynningu á Íslandi á nýju Íslands-þema svæði sem opnað var í garðinum í gær. Garðurinn er í smábænum Rust í syðst í Þýskalandi nálægt landamærunum við Frakkland og Sviss. Íslandssvæðið er hið 13. í garðinum, sem telur alls 85 hektara og hann sækja fjórar milljónir gesta ár hvert. Aðalhlutar svæðisins eru glænýr rússíbani í íslensku landslagi, "Blue-Fire", og íslensk gata í stíl húsagerðar í byrjun síðustu aldar. Þar má meðal annars finna verslanir og kaffihús, þar sem ætlunin er að sýnishorn af íslenskri framleiðslu verði einnig í boði. Skemmtilegt tækifæri fyrir landkynninguSem fyrr segir er skrifstofa Ferðamálastofu í Þýskalandi í samstarf við Europapark um kynningu á Íslandi fyrir gesti á svæðinu. Þar munu að staðaldri liggja frammi upplýsingar um Ísland auk þess sem möguleikar eru á ýmis konar uppákomum. Íslensk þemahelgi verður t.d. haldin í garðinum fyrstu helgina í júní. ?Þeir hjá Europapark eru ákaflega jákvæðir í okkar garð og þarna fáum við skemmtilegt tækifæri á að kynna landið, einkum fyrir fjölskyldufólki,?  segir Davíð Jóhannsson, forstöðumaður Ferðamálastofu í Þýskalandi. Viðstaddir opnunina voru fjölmiðlafólk og boðsgestir, alls um 350 manns. Ólafur Davíðsson sendiherra ávarpaði gesti, auk þess sem Guðrún Ingimarsdóttir söng nokkur íslensk lög. Einnig tók Unnur Birna Vilhjálmsdóttir alheimsfegurðardrottning þátt í opnuninni. Frá vinstri: Davíð Jóhannsson, Guðrún Ingimarsdóttir, Unnnur Birna Vilhjálmsdóttir og Ólafur Davíðsson sendiherra. Mynd 3: Ólafur Davíðsson sendiherra ávarpar fjölmiðlafólk og gesti. Ólafur Davíðsson sendiherra og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir ásamt eigendum Europapark, bræðrunum Mack og eiginkonum þeirra. Unnur Birna ásamt Roland Mack í vísglsuferð ?Blue Fire?. Frá íslenska svæðinu.
Lesa meira

Tónlistar- og ráðstefnuhús tilbúið 2011

Fyrr í vikunni var gengið frá samkomulagi Austurhafnar-TR og Íslenskra aðalverktaka um framkvæmdir við uppbyggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins allt til loka. Miðað er við að verkinu ljúki í febrúar 2011 og að húsið verði tekið í notkun í apríl það ár, samkvæmt tilkynningu. Austurhöfn-TR hefur eignast félögin Portus og Situs, sem höfðu með höndum uppbyggingu Tónlistar ? og ráðstefnuhússins (TR), ásamt byggingarrétti á allri lóðinni að Austurbakka 2 eftir að samningsskilmálar þar um hafa nú verið undirritaðir af Austurhöfn, NBI hf., skilanefnd Landsbanka Íslands hf., menntamálaráðherra, fjármálaráðherra, borgarstjóra og Nýsi hf. Með samkomulaginu tekur Austurhöfn við öllum réttindum og skyldum sem fylgja samningum um byggingu og rekstur TR. Áframhaldandi fjármögnun framkvæmdanna hefur jafnframt verið tryggð og er hún hluti af samkomulaginu. Áætlaður kostnaður við að ljúka verkefninu er 14,5 milljarðar króna, að meðtöldum vöxtum á byggingartíma. Það er afar gleðilegt fyrir ferðaþjónustuna að nú sé fundin lausn á þessu mikilvæga máli sem bygging hússins er.  
Lesa meira

Norræn ráðstefna á Ísafirði

Iðnaðarráðuneytið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Norræna Nýsköpunarmiðstöðin, í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina, efna þann 28. apríl næstkomandi til norrænnar ráðstefnu á Ísafirði sem fengið hefur heitið Nordic Tourism. Ráðstefnustjóri er Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri. Á ráðstefnunni verður áhersla lögð á nýsköpun í ferðaþjónustu, uppbyggingu áfangastaða og viðbrögð ferðaþjónustunnar við efnahagserfiðleikum. Fjölmargir fyrirlesarar munu koma og miðla af reynslu sinni. Aðalfyrirlesari er Jill Hellman - Chief Innovator for Thayer Lodging Group og mun hún fjalla um nýsköpun á tímum efnahagskreppu. Aðkoma ríkis og sveitarfélaga að þróun áfangastaða og uppbyggingu í ferðaþjónustu mun verða til umræðu í fyrirlestrum Sigrúnar Jakobsdóttur, bæjarstjóra á Akureyri og Claus Rex Christensen frá VisitDenmark. Fjallað verður um menntun og yfirfærslu þekkingar milli svæða á Norðurlöndum og hvað Norðurlöndin hafa lært af fyrri efnahagskreppum og að lokum koma fulltrúar frá Voss í Noregi og lýsa uppbyggingu svæðisins sem áfangastaðar í ferðaþjónustu. Í lok dags verða gestir beðnir að vinna saman tillögur að leiðum til uppbyggingar svæða eins og til dæmis Ísafjarðar sem er staðsetning málþingsins. Hópar kynna tillögur sínar og ráðstefnustjóri Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri tekur saman niðurstöður dagsins. Eftir að málþingi lýkur verður gestum boðið í skoðunarferð um Ísafjörð og nágrenni og að henni lokinni í sameiginlegan kvöldverð. Verði á öllum þáttum málþingsins flugi og veitingum er mjög stillt í hóf í pökkum sem í boði eru til 15. apríl. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vef Nýsköpunarmiðstöðvar, www.nmi.is og hjá Sigríði Ó. Kristjánsdóttur verkefnisstjóra hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð í síma 450-4052. Skráningar á ráðstefnuna og bókanir á flugi og gistingu annast ferðaskrifstofan Vesturferðir á Ísafirði. Á vefnum www.vesturferdir.is er hægt að finna dagskrá málþingsins, skrá sig og bóka flug og gistingu.
Lesa meira