22.04.2009
Eitt hundrað milljónum króna hefur verið úthlutað til fjörtíu ferðaþjónustuverkefna um allt land. Styrkirnir eru fjármagnaðir af byggðaáætlun og er ætlað að renna frekari stoðum undir uppbyggingu atvinnugreinarinnar á landsbyggðinni.
Styrkirnir voru auglýstir í byrjun febrúar og þurfti að skila umsóknum fyrir 6. mars (sjá auglýsingu). Alls bárust 210 umsóknir um styrkina og lýsir það þeirri grósku sem er í ferðaþjónustu hér á landi. Styrkir til menningar- og heilsuferðaþjónustu eru áberandi en einnig til náttúruskoðunar ýmiss konar.
Meðfylgandi er listi yfir þau verkefni sem hlutu styrk:
1. Hafnarsamlag Norðurlands bs 11.000.000,-
Þjónustuhús fyrir farþega skemmtiferðaskipa við Akureyrarhöfn.
2. Akraneskaupstaður 8.000.000,-
Viskubrunnur í Álfalundi, ævintýragarður með áherslu á náttúru, menningu og mannlíf.
3. Grundarfjarðarbær 6.300.000,-
Uppbygging aðstöðu fyrir farþega skemmtiferðaskipa við Grundarfjarðarhöfn.
4. Vatnavinir, Vestfjörðum 5.000.000,-
Uppbygging náttúrubaða á Vestfjörðum.
5. Jöklaveröl í Hoffelli 5.000.000,-
Uppbygging aðstöðu til afþreyingar, heilsubótar og fræðslu við jaðar Vatnajökulsþjóðgarðs.
6. Þjónustuhús á hjólum við Ísafjarðarhöfn 5.000.000,-
Uppbygging þjónustuhús fyrir farþega skemmtiferðaskipa við Ísafjarðarhöfn.
7. Urðarbrunnur 4.500.000,-
Sýning í Hveragerði þar sem helstu þáttum norrænnar goðafræði eru gerð skil.
8. Menntaferðasetur 4.500.000,-
Miðstöð fyrir menntatengda ferðaþjónustu á landsvísu, námskeið haldin í samstarfi við menntastofnanir landsins.
9. Þingeyskt og þjóðlegt 4.000.000,-
Klasasamstarf aðila sem koma að handverksframleiðslu og/eða þjónustu á handverki í Þingeyjarsýslum.
10. Ylströnd við Urriðavatn ásamt heitri laug 4.000.000,-
Uppbygging aðstöðu fyrir almenning við Urriðavatn á Fljótsdalshéraði.
11. Hafnartorg og blómatorg 4.000.000,-
Uppbygging við hafnarsvæðið í Vestmannaeyjum.
12. Tröllagarðurinn í Fossatúni 3.000.000,-
Uppbygging söguvettvangs þar sem afsteypur sögupersóna eru mótaðar í fullri stærð og gönguhringur mótaður, varðaður skiltum, vörðum, bustabæ og leiksvæði barna.
13. Laufabrauðssetur Íslands 2.500.000,-
Stofnun Laufabrauðsseturs á Akureyri. Hugmynd byggð á verkefnunum ?Myndstrað munngæti? og ?Matur úr héraði?.
14. Sjóræningjahúsið 2.500.000,-
Uppbygging í menningartengdri ferðaþjónustu á Patreksfirði.
15. Fuglastígur á Norðausturlandi 2.500.000,-
Vöruþróun og markaðssetning á Fuglastíg, með áherslu á bætt aðgengi og grunngerð fyrir fuglaskoðun á Norðausturlandi.
16. Uppbygging móttökuaðstöðu í Djúpavogshöfn 2.500.000,-
Uppbygging aðstöðu fyrir farþega skemmtiferðaskipa við Djúpavogshöfn.
17. Aldamótabærinn Seyðisfjörður 2.000.000,-
Uppbygging í menningartengdri ferðaþjónustu á Seyðisfirði.
18. Fléttuferðir um Vesturland og Suðurland 2.000.000,-
Skipulagðar ferðir með áherslu á náttúru, menningu og sögu.
19. Garðyrkju- og blómasýning 2009 1.700.000,-
Garðyrkju- og blómasýning í Hveragerði.
20. Á selaslóðum 1.500.000,-
Uppbygging selatengdrar ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra.
21. Brúðuheimar, brúðusafn 1.500.000,-
Opnun brúðuseturs í Englendingavík í Borgarnesi.
22. Grettisþrautir- þróun leiktækja í anda Grettissögu 1.500.000,-
Uppbygging í sögutengdri ferðaþjónustu á Laugarbakka.
23. Grænt Íslandskort 1.200.000.-
Samvinnuverkefni í kortlagningu vistvænna kosta í viðskiptum og ferðamennsku á Íslandi.
24. Töfraland jólanna 1.200.000,-
Skemmti- og menningardagskrá á aðventunni í Mývatnssveit.
25. Bætt aðstaða við Bökugarð 1.200.000,-
Uppbygging aðstöðu fyrir farþega skemmtiferðaskipa við Húsavíkurhöfn.
26. Snorri Sturluson 1.000.0000,-
Reykholtskirkja, endurnýjun fastasýningar er byggir á ævisögu Snorra Sturlusonar.
27. Heiðarbýlin 1.000.000,-
Samvinnuverkefni um uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu. Markmið að tengja heiðarbýlin á Jökuldalsheiðinni og nágrenni með gönguleið.
28. 24x24 ? Glerárdalur og Tröllaskagi 1.000.000,-
Útfærsla á gönguleiðum og skipulagning gönguferða á fjöll á Norðurlandi.
29. Guðrúnarlaug í Sælingsdal 1.000.000,-
Uppbygging laugar sem hefur sögulega tengingu í Laxdælasögu.
30. Hvalbein í Skrúði 1.000.000,-
Varðveisla forna hvalbeina í garðinum Skrúði í Dýrafirði, auk vinnu að gerð sýningar og upplýsingaskilta um sögu beinanna, vörslu og endurgerð þeirra.
31. Stofnun Local Food Store, Heimamarkaðsbúðar 1.000.000,-
Stofnun matvælaklasa á Hornafirði, þar sem markmiðið er að kynna vörur héraðsins undir einu merki.
32. Heilsuþorp 1.000.000,-
Samstarfsverkefni um stofnun heilsuþorps á Flúðum, Hrunamannahreppi.
33. Snorralindir við Deildartunguhver 1.000.000,-
Heilsuböð í anda Snorra Sturlusonar við Deildartunguhver í Borgarfirði.
34. Skrímslasetur 1.000.000,-
Uppsetning Skrímslaseturs á Bíldudal. Setrinu er ætlað að sýna og kynna allan þann fjölda frásagna af skrímslum sem lifað hafa með íslensku þjóðinni í aldir.
35. Ísbjarnarævintýrið 525.000,-
Uppsetning sýningar um hvítabirni og hafís í Hillebrandtshúsinu á Blönduósi.
36. Hestvagnar á Akureyri 500.000,-
Ferðir í hestvögnum með leiðsögn um Oddeyrina og í innbæ Akureyrar.
37. Menningarleg tækifæri í Vestmannaeyjum 500.000,-
Greining og úrvinnsla á menningarlegum tækifærum í Vestmannaeyjum.
38. Göngu- og gleðivikan ?Á fætur í Fjarðabyggð? 2009 500.000,-
Göngu- og gleðivika í Fjarðabyggð, með áherslu á menningu og afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.
39. Uppbygging Hverahólmans í Grafarhverfi 500.000,-
Uppbygging aðstöðu og bætt aðgengi fyrir ferðamenn í Hverahólma í Hrunamannahreppi.
40. Bændagolf á Langanesi 190.000,-
Uppbygging 10 holu golfvallar til reksturs bændagolfs að Ytra Lóni á Langanesi.
Lesa meira
21.04.2009
Spegill fortíðar ? silfur framtíðar er heitið á málþingi um strandmenninguá Norðausturlandi sem haldið verður í Safnahúsinu á Húsavík laugardaginn 2. maí.
Dagskrá:
Kl. 10:00 Setning ? Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Íslenska vitafélagsins
Kl. 10:10 Fornleifavernd ríkisins ? Sigurður Bergsteinsson, fornleifafræðingur
Kl. 10:30 Menningarlandslag hafsins. Daníel Borgþórsson og Sigurjón Hafsteinsson, Safnahúsinu á Húsavík
Kl. 10:50 Strandmenning í neytendaumbúðum.Sif Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi þingeyinga
Kl 11:10 FISHERNET- Fiskveiðimenning í Evrópu. Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar
KL 11:30 Sail North ? strandmenningarhátíð - á Húsavík 2011. Árni Sigurbjarnarson, Norður-Siglingu
Kl. 11:50 Gengið frá Safnahúsi að Helguskúr og þaðan á Gamla Bauk þar sem sjávarréttir á kostakjörum bíða málþingsgesta
Kl. 12:45 Draumur hins djarfa manns ? tónlist við sjávarsíðuna. Árni Sigurbjarnarson, skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur
Kl. 13:15 Hafið blá hafið. Sigling á Skjálfanda með Norður-Siglingu
Fundarstjóri: Óli Halldórsson, Þekkingarsetri Þingeyinga
Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis
Sameinuð stöndum við sterk
Skoða auglýsingu (PDF)
Lesa meira
17.04.2009
Haldnir verða átta vinnufundir um ferðaþjónustu í samvinnu við árlega ráðstefnu Háskólans á Akureyri um þjóðfélagsfræði. Fundirnir eru haldnir við Háskólann á Akureyri, Sólborg dagana 8 og 9 maí 2009.
Fundir fara þannig fram að fyrst er ein eða fleiri stuttar framsögur, en síðan mun stjórnandi leiða umræðu fundarmanna um þema fundarins. Ritari mun samhliða kortleggja málefni sem fundarmenn benda á og búa til tengslamynd. Fundirnir eru hugsaðir sem hugarflug um ólík svið ferðamála.
Afrakstur hvers fundar verður tengslamynd sem sýnir hvaða málefni og aðgerðir eru nauðsynlegar hverjum málaflokki. Verður afraksturinn öllum aðgengilegur á vef Rannsóknamiðstöðvar ferðamála.Skráning felst í að senda nafn, netfang og stofnun/fyrirtæki á netfang 8mai@unak.is eða gurry@unak.is. Skráningargjald er 5.000 krónur og eru gögn og kaffiveitingar innifaldar.
Dagskrá:
Tími og staður
Þema
Stjórnandi
Framsögur
8. maí, kl. 10.00
Professor Richard Sharpley, University of Central Lancashire. Icelandic Tourism: Past Directions ? Future Challenges
8. maí
10.40-12.20
Stofa K105
Frá hugmynd að árangri
Sigurður Steingrímsson - Impra
8. maí
10.40-12.20
Stofa K106
Auðlindir ferðaþjónustu ? menning og náttúra
Guðrún Helgadóttir ? Háskólinn á Hólum
Laufey Haraldsdóttir,
Hólaskóla: Leiðin að hjarta ferðamannsins liggur í gegnum magann
Guðrún Helgadóttir, Hólaskóla: Stóðréttir: Ávinningur af komu ferðafólks
8. maí
14.10-15.50
Stofa K105
Skemmtiskipakomur
Anna Karlsdóttir ?
Háskóla Íslands
8. maí
14.10-15.50
Stofa K106
Menntun og rannsóknir
Edward H. Huijbens ?
Háskólanum á Akureyri
Hlín C. Mainka Jóhannesdóttir,
Hólaskóla: Framvinda náms í ferðaþjónustu
Gunnar Þór Jóhannesson, Háskóla Íslands:
Tilurð ferðaþjónustu á Íslandi
9. maí, kl. 10.00
Anna Karlsdóttir, Háskóla Íslans. Draumurinn um hið háa Norður: Skemmtiferðaskip, rómantík og heimskautasvæðin
9. maí
10.40-12.20
Stofa K105
Millilandaflug til Akureyrar ? hvað þarf?
Elías Bj. Gíslason ? Ferðamálastofu
Sigurður Hermannsson ?
Flugstoðir
9. maí
10.40-12.20
Stofa K106
Sjálfbærni og ferðaþjónusta ? vottun, gæði og vellíðan
Stefán Gíslason ?
EnvironIce
9. maí
13.40-15.30
Stofa K105
Jaðaríþróttir og ferðaþjónusta
Anna Dóra Sæþórsdóttir ? Háskóli Íslands
9. maí
13.40-15.30
Stofa K106
Árangurssögur af Norðurslóðum
Embla Eir ?
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar
Lesa meira
17.04.2009
Í vikunni var nýtt upplýsinga- og viðvörunarskilti formlega afhjúpað í Reynisfjöru. Fimm aðilar kostuðu gerð og uppsetningu þess en það voru Ferðamálastofa, Kynnisferðir, Mýrdalshreppur, Hótel Dyrhólaey og Landsbjörg.
Á skiltinu eru ýmsar áhugaverðar upplýsingar fyrir ferðamenn og á gulum bakgrunni standa varnaðarorðin: ?Lífshætta -öldurnar geta verið ófyrirsjáanlegar og óvæntar, sjávarstraumar eru einstaklega sterkir. Farið því ekki nærri sjónum - Varist grjóthrun úr fjallinu.? Reynisfara er fjölsóttur ferðamannastaður allt árið en þar þarf, eins og svo víða í íslenskri náttúru, að fara með varúð og dæmi eru um hörmuleg slys. Þá má einnig geta þess að Ferðamálastofa hefur kostað gerð deiliskipulags á svæðinu, sem og við Sólaheimajökul. Á myndinni eru fulltrúar þeirra aðila sem komu að gerð skiltisins.
Lesa meira
16.04.2009
Árlegt málþing Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu (SSF) verður haldið í Þjóðmenningarhúsinu fimmtudaginn 16. apríl næstkomandi kl. 13.00-17.00 undir yfirskriftinni "Söguslóðir 2009 - Unnið úr arfinum".
Aðalfyrirlesari verður Stephen Harrison, menningarfulltrúi ríkisstjórnarinnar á Mön á erlendum vettvangi og fyrrum forstöðumaður Manx National Heritage. ("Isle of Man Government International Representative for Heritage and Culture"). Hann hefur verið leiðandi í mikilli uppbyggingu menningarferðaþjónustu á Mön undir slagorðin "Story of Mann" sem hefur sópað að sér ýmiss konar viðurkenningum á síðustu 15 árum. Nánar um Stephen Harrison (PDF)
Annar erlendur fyrirlesari á Söguslóðaþingingu verður Dan Carlsson, prófessor í fornleifafræði við háskólann á Gotlandi sem hefur verið frumkvöðull í að rannsaka og kynna sögu víkingaaldar á Gotlandi og stuðla að eflingu ferðaþjónustu er á henni byggir. Nánar um Dan Carlsson (PDF)
Auk þess áhugaverðir innlendir fyrirlesarar.
Dagskrá ráðstefnunnar (PDF)
Lesa meira
16.04.2009
Vert er að minna á Nordic Tourism - ráðstefnu sem haldin verður á Ísafirði þriðjudaginn 28. apríl næstkomandi. Á ráðstefnunni verður áhersla lögð á nýsköpun í ferðaþjónustu, uppbyggingu áfangastaða og viðbrögð ferðaþjónustunnar við efnahagserfiðleikum.
Þeir sem skrá sig fyrir 17. apríl eiga kost á betri kjörum á flugi og að innifalið í ráðstefnugjaldi eru veitingar á ráðstefnu, skoðunarferð og kvöldverður. Sjá nánar
Lesa meira
16.04.2009
Handbók Ferðamálastofu fyrir árið 2009 er komin út. Þetta er viðamikið rit en bókin er í raun prentuð útgáfa af gagnagrunni Ferðamálastofu sem geymir upplýsingar um vel á annað þúsund ferðaþjónustuaðila um allt land. Einnig er að finna í bókinni ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir ferðafólk.
Skiptist í 7 kaflaBókin skiptist í 7 kafla. Undir kaflanum Almennar upplýsingar má m.a. finna lista yfir upplýsingamiðstöðvar, ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur, ræðismenn, sendiráð, náttúruverndarsvæði o.fl.
Annar kafli nefnist Á döfinni en eins og nafnið ber með sér er þar að finna lista yfir viðburði af ýmsu tagi um allt land.
Í 3. kaflanum, Samgöngur, eru upplýsingar um áætlunarferðir á láði, lofti og legi, bílaleigur, vegalengdir á milli staða, leigubíla o. fl
Ýtarlegar upplýsingar um Gistingu um allt land er að finna í 4. kafla og er honum skipt niður eftir tegund gistingar, þ.e. hótel, gistiheimili, bændagisting, farfuglaheimili, sumarhús, skálar og tjaldsvæði.
Afþreying er í 5. kafla og skiptist í alls 23 undirflokka. Þar má nefna flúðasiglingar, hvalaskoðun, hestaferðir, jeppa- og jöklaferðir, skíðasvæði, golfvelli, sundlaugar, veiði o.s.frv.
Sjötti kaflinn nefnist Menning & listir og geymir upplýsingar um söfn, sýningarsali, bókasöfn og skjalasöfn.
Í 7. og síðasta kaflanum eru almennar upplýsingar um veitingastaði þótt enn sé ekki um skráningu á einstökum veitingastöðum að ræða.
Mikilvægt uppflettiritHandbókin er gefin út á íslensku og ensku og er mikilvægt uppflettirit fyrir alla þá sem starfa að skipulagningu og upplýsingagjöf í ferðaþjónustu. Bókin er seld í áskrift og kostar 8.000 kr. Afsláttur er veittur ef fleiri en eitt eintak er keypt. Einnig er hægt að fá bókina sem PDF-skjöl á geisladiski og kostar hann 7.000 kr.
Hægt er að panta bókina hér á vefnum. Panta Handbókina Ísland
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri í síma 464-9990 eða með því að senda póst á netfangið upplysingar@icetourist.is
Lesa meira
15.04.2009
Út er komin skýrsla um Íslandshátíðina Iceland on the Edge sem haldin var í Brussel á síðasta ári fyrir forgöngu sendiráðs Íslands. Ferðamálastofa var meðal samstarfsaðila verkefnisins. Markmið skýrslunnar er að gefa yfirsýn yfir verkefnið og meta árangur þess.
Fram kemur að gestir á alla viðburði/sýningar verkefnisins voru á bilinu 50-70.000 talsins og að fjölmiðlaumfjöllun hafi náð til að lágmarki 20 milljón manns. Samkvæmt fjölmiðlagreiningu Auxipress er áætlað auglýsingaverðmæti blaða- og sjónvarpsumfjöllunar yfir 200 milljónir íslenskra króna. Það er um 4 sinnum sú fjárhæð sem íslenskir aðilar lögðu í verkefnið.
Samkvæmt fjórum af fimm ferðaskrifstofum sem sendiráðið vann með hafði fyrirspurnum um Ísland fjölgað og sala ferða einnig aukist kringum hátíðina og í kjölfar hennar. Þá sýna gistináttatölur að gistinóttum Belga á Íslandi fjölgaði um 18,3% miðað við árið 2007 sem e.t.v. má rekja að hluta til verkefnisins. Mest var fjölgunin í júlí og ágúst 2008.
Kynningarmánuður á íslenskum sjávarafurðum var haldinn í 135 verslunum Delhaize matvörukeðjunnar í Belgíu í október 2008. Raunaukning á sölu íslenskra sjávarafurða var 4%, mest 8% á þorski. ?Til viðbótar hefur tengslanet Íslands margfaldast og miðað við tímann sem liðinn er frá hátíðinni má áætla að hún hafi fjölgað íslandstengdum viðburðum í Belgíu,? segir í skýrslunni.
Skýrslan í heild: Iceland on the Edge - Skýrsla um Íslandshátíð í Brussel
Lesa meira
15.04.2009
Ferðafagnaður verður haldinn í sjötta sinn laugardaginn 18. apríl næstkomandi. Viðburðurinn býður upp á möguleika í nýsköpun og hugmyndaflæði í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.
Hugmyndatorg á Höfuðborgarstofu.
Hugmyndatorg verður opið milli 15:00 ? 18:00 dagana 16. ? 20. apríl í glerskálanum fyrir framan Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Aðalstræti 2. Þar verða fulltrúar ferðaþjónustunnar ? sem og aðrir áhugasamir íbúar höfuðborgarinnar hvattir til að koma með hugmyndir að nýjungum í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Bæði verður vettvangur til að hittast til skrafs og ráðagerða en eins verður hægt að koma frá sér fullunnum hugmyndum í lokuðu umslagi.
Hugmyndatorgið verður kynnt um leið og Ferðafagnaðurinn í blöðum, samlesnum auglýsingum á Rúv og í skjáauglýsingum. Einnig er viðburðurinn með heimasíðu: www.ferdafagnadur.is og hóp á Facebook: Hugmyndatorg fyrir ferðaþjónustuna
Hugmyndatorgið verður ávallt mannað starfsfólki Höfuðborgarstofu og fulltrúum ýmissa ferðaþjónustufyrirtækja.
Á Hugmyndatorginu munu fulltrúar einstakra ferðaþjónustufyrirtækja kynna starfsemi sína og boðið verður upp á skapandi umræður í lok kynninga.
Lesa meira
08.04.2009
Í gær var fundur hjá Ferðamálastofu þar sem þátttaka Íslands sem heiðursgests á Bókasýningunni í Frankfurt árið 2011 var kynnt. Í tengslum við sýninguna gefst einstakt tækifæri til að koma á framfæri íslenskri bókmenningu, bæði við Þjóðverja og bókaheiminn allan en líka til að kynna íslenska menningu og listir almennt.
Halldór Guðmundsson og Rakel Björnsdóttir stýra verkefninu fyrir menntamálaráðuneytið og á fundinum kynntu verkefnið og þá möguleika sem í því geta falist fyrir Ísland. Fram kom að bókasýningin í Frankfurt er stærsta bókasýning og kaupstefna í heimi og sú langþekktasta.
Eitt land eða málsvæði er jafnan heiðursgestur sýningarinnar. Heiðursgesturinn notar tækifærið til að kynna rækilega bækur, höfunda og menningu sína í heild. Sú kynning fer fram bæði á sérstöku sýningarsvæði, en ekki síður í aðdraganda sýningarinnar, þar sem margvíslegar þýðingar, höfundar- og menningarkynningar eru undirbúnar og fylgir því alla jafna feiknalegur áhugi í þýskum fjölmiðlum. ?Það er ljóst að í tengslum við bókamessuna felast miklir möguleikar á margvíslegri landkynningu sem við munum skoða og móta í samvinnu við alla aðra aðila,? segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri.
Heimasíða vegna verkefnisins er á slóðinni www.sagenhaftes-island.is
Lesa meira