Fréttir

Námssmiðja um náttúrutengda ferðaþjónustu

Dagana 5. og 6. maí verður haldin námssmiðja fyrir hagsmunaðila og áhugafólk um ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Námssmiðjan er hluti af stefnumótunarvinnu Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga í ferðamálum á svæðinu og að henni koma innlendir og erlendir fræðimenn auk frumkvöðla úr heimabyggð. Dagskráin skiptist í tvö þemu og verður einn dagur helgaður hvoru. HúsavíkÞann 5. maí á Húsavík, verður fjallað um sjávartengda ferðaþjónustu almennt, og hvalaskoðun tekin sem dæmi um vel heppnaða vöruþróun. Frummælandi verður Dr. Michael Lück, dósent við ferðamálaskóla Aukland University of Technology. Einnig flytja erindi Hreiðar Þór Valtýsson, lektor við Háskólann á Akureyri og Dr.Marianne Helene Rasmussen, sjávarspendýrafræðingur og forstöðumaður Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á Húsavík. Þátttakendur munu fara í hvalaskoðun og heimsækja Hvalasafnið, þar sem Dr. Edward H. Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands og Dr. John Hull sérfræðingur frá Nýja Sjálandi stýra umræðum. MývatnssveitDaginn eftir, 6.maí, verður haldið í Mývatnssveit og fjallað um náttúrutengda ferðaþjónustu með áherslu á fugla og fuglaskoðun. Frummælandi dagsins verður Carol Pattersson , ferðaþjónusturáðgjafi og leiðbeinandi við Háskólann í Calgary. Þorkell Lindberg Þórarinsson, dýravistfræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands flytur erindi og leiðir hópinn í fuglaskoðun. Fuglasafn Sigurgeirs verður heimsótt og umræður undir stjórn Dr. Edward H. Huijbens og Dr. John Hull fara fram í Vogafjósi. Áhugasamir hafi samband við Vilborgu Gissurardóttur hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga í síma 464-0413 eða vilborg@atthing.is . Dagskrá Námssmiðjunnar: Húsavík, mánudaginn 5. maí 2008 - Sjávartengd ferðaþjónusta 8:30 - Skráning  9:00 - Setningarávarp  9:15 - Frummælandi; Micha Lueck, Ph.D við Ferðamálaskóla Aukland Tækniháskólans10.30 - Kaffihlé 11.00 - Hreiðar Þór Valtýsson, Lektor við Háskólann á Akureyri 11.45 - Marianne Helene Rasmussen,  Háskólasetur Húsavíkur 12:30 - Hádegisverður  13:30 - Hvalaskoðun  15:30 - Kaffihlé í Hvalasafninu  16:00 - Hvalasafnið  17:00 - Samantekt og umræður  19:00 - Kvöldverður  Mývatn, þriðjudaginn 6. maí 2008 - Náttúrutengd ferðaþjónusta 8:00 - Brottför frá Húsavík til Mývatnssveitar  9:00 - Kynning, Edward H. Huijbens 9:15 - Frummælandi; Carol Patterson,  Kalgari Management  10:30 - Kaffihlé  11:00 - Þorkell Lindberg Þórarinsson, Náttúrustofa Norðausturlands  11:45 - Fuglaafn Sigurgeirs, Pétur Bjarni Gíslason  12:30 - Hádegisverður  13:30 - Fuglaskoðun  14:30 - Kaffihlé í Vogafjósi  16:00 - Fuglaskoðun  17:00 - Samantekt  18:30 - Fordrykkur og kvöldverður
Lesa meira