Fara í efni

Farfuglaheimilið í Reykjavík í fremstu röð

Reykjavík Hostel
Reykjavík Hostel

Alþjóðasamtök farfugla birtu á dögunum niðurstöður sem sýna að Farfuglaheimilið í Reykjavík er að mati gesta eitt af allra bestu farfuglaheimilunum í heimi. Er það í 1.-2. sæti fyrir 3 flokka af 5, en metin eru þjónusta, viðmót, þægindi, hreinlæti og öryggi.

?Fyrst og fremst er þetta viðurkenning til alls teymisins sem leggur sig fram um að reka fyrsta flokks gististað og taka vel á móti gestum en einnig er þetta enn ein staðfesting á því að sú áhersla sem við höfum lagt á að treysta gæða- og umhverfisstjórnunarkerfið okkar á undanförnum misserum skilar margþættum árangri? segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Farfuglaheimilisins.

?Markmið okkar er að hámarka ánægju gestsins með þjónustu, verð, aðbúnað og tækifæri til upplifunar og því erum við auðvitað afskaplega ánægð að fá þessa umsögn frá gestum. Ekki sakar heldur að koma vel út í samanburðinum við 1000 önnur góð farfuglaheimili út um allan heim?.

Gestum sem bóka gistingu í gegnum heimasíðu Alþjóðasamtakanna gefst tækifæri til að gefa farfuglaheimilunum einkunn fyrir þjónustu og aðstöðu og eru það því gestirnir sjálfir sem kjósa. Þess má geta að tæplega900 manns á ári hafa gefið Reykjavík einkunn frá því að einkunnakerfið var tekið í gagnið en niðurstöður úttektarinnar byggja á upplýsingum sem bárust á fyrsta ársfjórðungi.
Nánar á vef Farfugla: www.hostel.is

Slóð á rafrænt fréttabréf Alþjóðasamtaka farfugla