Fara í efni

Vefþjónustan "Á vegi" opnuð

Vegakort
Vegakort

Opnaður hefur verið nýr vefur, Á vegi, sem stuðla á að því að vegfarendur haldi sig á þeim vegum sem ætlaðir eru almenningi.

Landmælingar Íslands lögðu til kort, vegnúmeraleit og örnefnaleit til verksins, auk þess sem þjónustan er keyrð á vefþjónum stofnunarinnar. Sigríður Anna Þórðardóttir, fráfarandi umhverfisráðherra, opnaði vefinn en verkefnið er í umsjá umhverfisráðuneytisins.

Vefurinn er á slóðinni http://avegi.lmi.is/