Fara í efni

Flestar aðalleiðir á hálendinu opnar

Hálendiskort_8
Hálendiskort_8

Hálendisleiðir eru þessa dagana að opnast ein af annarri, eftir því sem frost fer úr jörð og snjóa leysir. Allt suðurhálendið hefur nú verið opnað fyrir umferð, nú síðast Fjallabaksleið syðri og Emstruleið.

Á norðanverðu hálendinu eru enn nokkrar leiðir lokaðar. Arnarvatnsheiði, sem hefur aðeins verið opin að hluta, er nú orðin opin alla leið en akstur er enn bannaður á Stórasandi. Búið er að opna Sprengisand í Bárðardal en bæði Eyjafjarðar- og Skagafjarðarleið eru enn lokaðar. Allur akstur er enn bannaður á hluta Austurleiðar norðan Vatnajökuls og eins á leiðinni norður í Fjörður.

Smellið á kortið til að sjá það í stærri útgáfu.