Fara í efni

Ferðamönnum fjölgaði um 12,5% í maí

sundlaug
sundlaug

Rúmlega 31 þúsund erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland í maí síðastliðnum, samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð. Þetta er aukning um 12,5% miðað við maí í fyrra. Þar með er fjöldi erlendra ferðamanna frá áramótum kominn í 104.500 og nemur fjölgunin 7,6%.

Bandaríkjamenn voru fjölmennastir í maí og þeim fjölgar einnig verulega á milli ára, eða um tæp 13%. Bretar koma þar skammt á eftir, rétt tæplega 5.000 ferðamenn, og fjölgar þeim mest í maí, eða um 950 manns. Það sem af er ári er aukning frá öllum aðal markaðssvæðum, mest frá N.-Ameríku. Þá er einnig athyglisvert að gestum frá löndum, þ.e. utan hinna hefðbundnu markaðssvæða Íslands, fer fjölgandi.

70% fjölgun á 4 árum
Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu, bendir á að á sl. fjórum árum hefur orðið næstum 70% aukning ferðamanna í maí. ?Fjöldi ferðamanna í maí er orðin jafn og í júní fyrir 4 árum,? segir Ársæll og bætir við að þetta sé engin tilviljun heldur í samræmi við þá stefnu sem unnið hefur verið eftir að lengja ferðamannatímann og fjölga ferðamönnum utan mesta háannatímans. Þá segir hann athyglisvert að vöxtur frá nærmörkuðum sé hægari en fjærmörkuðum m.v. fyrstu fimm mánuði ársins.

Í töflunni hér að neðan má sjá fjölda ferðamanna frá áramótum. Heildarniðurstöður er að finna undir liðnum Talnaefni hér á vefnum.

Frá áramótum til loka maí
  2005 2006 Mism. %
Bandaríkin                     15.360 17.505 2.145 14,0%
Bretland                       21.183 21.819 636 3,0%
Danmörk                        10.344 11.139 795 7,7%
Finnland                       2.059 2.275 216 10,5%
Frakkland                      4.234 4.463 229 5,4%
Holland                        2.842 3.043 201 7,1%
Ítalía                         1.075 1.183 108 10,0%
Japan                          1.882 2.206 324 17,2%
Kanada                         848 994 146 17,2%
Noregur                        8.686 9.231 545 6,3%
Spánn                          800 806 6 0,8%
Sviss                          915 680 -235 -25,7%
Svíþjóð                        8.680 7.865 -815 -9,4%
Þýskaland                      6.706 6.491 -215 -3,2%
Önnur þjóðerni                 11.525 14.841 3.316 28,8%
Samtals: 97.139 104.541 7.402 7,6%