Fara í efni

Eldri ferðaskrifstofu- og ferðaskipuleggjendaleyfi falla brátt úr gildi

Fólk á jökli
Fólk á jökli

Ferðamálastofa ítrekar enn á ný að ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur sem enn hafa ekki sótt um ný leyfi til Ferðamálastofu þurfa að gera það fyrir 30 júní næstkomandi. Eftir þann tíma falla leyfi þeirra sem ekki hafa sótt um á ný, sjálfkrafa úr gildi.

Þetta á við um ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur sem hafa gild leyfi, útgefin af Samgönguráðuneytinu, fyrir byrjun þessa árs, með öðrum orðum fyrir gildistöku nýrra laga um skipan ferðamála. Samkvæmt lögunum ber öllum að sækja um ný leyfi til Ferðamálastofu. Listi yfir þá aðila sem þegar hafa fengið útgefin ný leyfi má nálgast hér á vefnum undir liðnum ?Leyfismál?.

Athygli skal vakin á því að Ferðamálastofu er skylt skv. 4. mgr. 22. gr. laganna að auglýsa með tryggilegum hætti þegar um brottfall leyfis er að ræða bæði í Lögbirtingarblaði og á heimasíðu sinni. Jafnframt getur Ferðamálstofa auglýst brottfall leyfis á annan hátt eins og heppilegt þykir hverju sinni.

Hér á vefnum undir liðnum ?Leyfismál? er að finna allar nánari upplýsingar varðandi leyfin s.s. lög og reglur sem við eiga og umsóknareyðublöð. Þá veitir Ferðamálastofa einnig upplýsingar í síma 535-5500.