Fara í efni

Upplýsingamiðstöð og gestastofa opnuð í Mývatnssveit

Mývatnsstofa opnuð
Mývatnsstofa opnuð

Ný upplýsingamiðstöð og gestastofa, Mývatnsstofa, var opnuð um liðna helgi að viðstöddu fjölmenni. Mývatnsstofa er samvinnuverkefni Skútustaðahrepps og Umhverfisstofnunar.

Í gestastofunni er hægt að fræðast um náttúru Mývatnssveitar í máli og myndum. Þar er einnig hægt að fá allar almennar upplýsingar um ferðaþjónustu sem í boði er í Mývatnssveit og víðar. Landverðir og ferðaþjónustufulltrúi hreppsins eru ferðamönnum innan handar. Einnig reka eigendur hótels Reykjahlíðar kaffisölu í húsnæðinu, sem á árum áður hýsti verslun Kaupfélags Þineyinga. Það var Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra opnaði gestastofuna.