Fara í efni

Áframhaldandi fjölgun erlendra ferðamanna í janúar

Fólk á jökli
Fólk á jökli

Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 10% í janúar síðastliðnum miðað við janúar í fyrra. Þetta er niðurstaða talninga Ferðamálastofu á ferðamönnum sem fara um Leifsstöð. Í ár fóru 15.377 erlendir ferðamenn um flugstöðina í janúar en voru 14.014 í fyrra.

Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu, segir ánægjulegt að sjá að helstu markaðssvæði eru að skila góðri aukningu. ?Við fáum áfram góða aukningu frá Bandaríkjunum og Asíu og ánægjulegt að sjá aukningu frá Bretlandi á ný í vetur. Frá Norðurlöndunum er samdráttur í heild en þó er aukning frá Danmörku og Finnlandi. Ennfremur aukning frá Þýskalandi og Frakklandi. Því má segja að árið hefjist vel þó of snemmt sé að spá fyrir um framhaldið,? segir Ársæll.

Athyglisverðar upplýsingar um umfang í ferðaþjónustu
Þegar talningar Ferðamálastofu í Leifsstöð er skoðaðar liggur fyrir að erlendum gestum sem hingað hafa komið sl. fimm mánuði, þ.e. september til janúar, hefur fjölgað um 10,1% miðað við sama tíma ári fyrr. Þá hafa gistináttatölur Hagstofunnar fyrir árið 2005 hvað varðar hótelgistingar sýnt hlutfallslega meiri aukningu á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum en á höfuðborgarsvæðinu. Heildaraukning á landinu  er 6% en Suðurnes, Vesturland og Vestfirðir eru með 21% aukningu og höfuðborgarsvæðið 7%. Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir að þetta hljóti að teljast ánægjulegt þar sem lengi hafi verið rætt um það sem meginmarkmið í allri vöruþróun okkar og markaðsvinnu að ná  annars vegar hlutfallslega meiri aukningu utan háannar, þ.e. draga úr árstíðarsveiflunni, og hins vegar að draga úr ?landshlutasveiflunni?.

?Þegar mælt er á þessa tvo mælikvarða á undanförnum mánuðum þá er greinin þannig áfram að ná árangri hvað varðar þessi tvö atriði sem lengi hefur verið lögð mikil áhersla á í allri vinnu hennar. Þetta er langtímaverkefni og má minna á að það var loks árið 1999 sem sá árangur náðist að hingað komu fleiri gestir að vetri en háannarmánuðina þrjá að sumri. Árstíðarsveifla í komu erlendra gesta nálgast það að vera með því minnsta sem við þekkjum í okkar nágrannalöndum. Enn meiri jöfnun hennar er auðvitað lykilatriði í því að ferðaþjónusta verði enn frekari heilsársatvinnugrein en nú er, sem skapi atvinnu sem víðast um land allt árið. Hér hefur auðvitað orðið algjör bylting hvað þetta varðar á undanförnum 15 árum og tölur síðustu mánaða staðfesta að áfram er unnið að þessari jákvæðu þróun enda verkinu aldrei lokið?, segir Magnús.

Hér að neðan má sjá niðurstöður úr talningum Ferðamálastofu í janúar. Heildarniðurstöður eru aðgengilegar á vefnum undir liðnum ?Talnaefni?

 

Jan.2005

Jan.2006

Mism.

%

Bandaríkin

2.445

2.891

446

18,24%

Bretland

3.112

3.437

325

10,44%

Danmörk

1.255

1.374

119

9,48%

Finnland

153

221

68

44,44%

Frakkland

577

650

73

12,65%

Holland

376

392

16

4,26%

Ítalía

229

160

-69

-30,13%

Japan

592

794

202

34,12%

Kanada

130

130

0

0,00%

Noregur

1.139

967

-172

-15,10%

Spánn

106

188