12% fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll í janúar

12% fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll í janúar
Flugstöð

Rúmlega 96 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í janúarmánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta er 12,4% fjölgun farþega á milli ára, það er miðað við janúar í fyrra.

Farþegar á leið frá landinu voru 42.751  í janúar síðastliðnum, fjölgaði um 14% á milli ára. Á leið til landsins voru 38.258 farþegar og fjölgaði þeim um 13,3% miðað við janúar í fyrra. Áfram- og skiptifarþegar (transit) voru rúmlega 15 þúsund og fækkar aðeins. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.

Jan. 06 YTD Jan.05 YTD Mán.
% breyting
YTD
% breyting
Héðan: 42.751 42.751 37.503 37.503 13,99% 13,99%
Hingað: 38.258 38.258 31.028 31.028 23,30% 23,30%
Áfram: 1.475 1.475 2.237 2.237 -34,06% -34,06%
Skipti. 13.667 13.667 14.765 14.768 -7,44% -7,46%
96.151 96.151 85.533 85.536 12,41% 12,41%


Athugasemdir