Fréttir

Blásið til sóknar - Ráðstefnu- og hvataferðalandið Ísland

Ráðstefnuskrifstofa Íslands stendur fyrir almennum umræðufundi um ráðstefnuhald og hvataferðir fimmtudaginn 26. janúar kl. 16:00-18:00 á Hótel Loftleiðum, sal 1?3.   Kastljósinu verður m.a. beint að sérstöðu Íslands á þessum gríðarstóra alþjóðamarkaði og þeim vaxtartækifærum sem þar liggja. Markmið Ráðstefnuskrifstofunnar er að gera Ísland að einum eftirsóttasta áfangastað til ráðstefnuhalds og hvataferða í Norður-Evrópu. Margt þarf að haldast í hendur í þeirri sókn en Ísland hefur glæsileg tromp á hendi og þeim fjölgar stöðugt á þessum mikla samkeppnismarkaði. Allir velkomnir   Dagskrá   Kl. 16:00 Setning fundar Svanhildur Konráðsdóttir, stjórnarformaður Ráðstefnuskrifstofu Íslandsog yfirmaður menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar   Kl. 16:10 Hvataferðir ? sérstaða Íslands Gunnar Rafn Birgisson, Ferðaskrifstofunni Atlantik Hvataferðahópar ? ferðamannahópar, hver er munurinn? Markaðssetning hvataferða til Íslands Gæðakröfur í hvataferðum Framtíðarsýn Kl. 16:40 Er Ísland samkeppnishæft á ráðstefnumarkaðnum? Þórunn Ingólfsdóttir, Íslandsfundum Ráðstefnuhald fyrr og nú Ísland sem ráðstefnuland Hlutverk birgja Hver er framtíðin?  Kl. 17:10 Kaffihlé   Kl. 17:25 Fyrirspurnir og pallborðsumræður   Kl. 18:10 Fundarslit Skoða auglýsingu (PDF)  
Lesa meira

Iceland Express boðar flug á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar

Iceland Express hefur ákveðið að hefja áætlunarflug frá Akureyri til Kaupmannahafnar. Stefnt er að því að fljúga 1 sinni í viku allt árið en oftar yfir sumarið, verði undirtektir góðar. Fyrsta flugið er 29. maí og verður síðan flogið á þriðjudögum, án millilendinga í Keflavík. Haft er eftir Birgi Jónssyni, framkvæmdastjóra Iceland express, að stjórnendur félagsins bindi miklar vonir við flugið. Þeir telji að Norðurland hafi verið afskipt hvað millilandaflug varðar og þarna opnist nýr möguleiki með ýmsum ferðamöguleikum frá Kaupmannahöfn.
Lesa meira

Núgildandi ferðaskrifstofuleyfi falla öll úr gildi 30. júní nk.

Eins og áður hefur komið fram var Ferðamálastofu falið með nýjum lögum að  annast  leyfisveitingar til ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjanda frá 1 janúar sl. Rétt er að benda á að  samkvæmt lögunum falla öll  leyfi sem útgefin voru fyrir gildistöku laganna úr gildi 30. júní nk. Magnús Oddsson ferðamálastjóri bendir á að  í lok síðasta árs hafi 114 aðilar verið með slík leyfi. ?Ef þeir ætla allir að sækja um ný leyfi á næstu mánuðum þá er ljóst að það er mikil vinna framundan að fara yfir og meta þessar umsóknir svo og aðrar sem berast. Því væri mjög slæmt ef allar umsóknir kæmu síðustu vikurnar  áður en leyfin falla úr gildi. Við viljum því hvetja aðila, sem ætla sér að sækja um ný leyfi að huga að því sem fyrst?, segir Magnús og bætir við: ?Það gæti komið upp mjög sérstök staða  á háannatíma ferðaþjónustunnar í júlí, ef einhver fjöldi ferðaskrifstofuleyfa félli sjálfkrafa úr gildi 30. júní, eins og þau gera samkvæmt lögunum og fyrirtækin hefðu ekki orðið sér út um ný leyfi. Því hvetjum við fyrirtækin til að huga að þessu sem fyrst svo ekki komi til einhverra vandamála í íslenskri ferðaþjónustu 1. júlí.? Benda má á að allar upplýsingar vegna leyfisumsókna, svo og umsóknareyblöð, eru hér á vefnum undir liðnum ?Leyfismál? og hafa veri frá 1. janúar sl. þegar Ferðamálastofa hóf starfsemi.
Lesa meira

Sænskur vefur bætist við

Nú hefur bæst við sænsk útgáfa af landkynningarvef Ferðamálstofu www.visiticeland.com. Þá er norskur vefur einnig í vinnslu og má reikna með að hann verði opnaður innan tíðar. Eftir að norsk útgáfa bætist við verður landkynningarvefurinn orðinn á 8 tungumálum, þ.e. ensku, dönsku, þýsku, frönsku, spænsku, sænsku og norsku auk íslensku. Þá eru skrifstofur Ferðamálastofu í New York og Frankfurt með vefi sem sinna þeim mörkuðum sérstaklega. Eins og áður hefur komið fram er umferð um landkynningarvefi Ferðamálastofu sívaxandi enda alkunna að mikilvægi Internetsins í öllu markaðsstarfi er alltaf aðaukast, ekki síst í ferðaþjónustu. Mynd: Forsíða sænska vefsins.  
Lesa meira

Ásókn í sjóstangveiði á Vestfjörðum

Það stefnir í mikla ásókn í sjóstangveiði á Vestfjörðum næsta sumar hjá hinu nýstofnaða fyrirrtæki Fjord Fishing. Eftir því sem greint er frá á vef Bæjarins besta á Ísafirði hafa um 700 manns bókað sig í sjóstangveiðiferðir á vegum fyrirtækisins frá Súðavík og Tálknafirði og eru maí, júní og ágúst nú þegar uppbókaðir. Fjord Fishing var stofnað á Ísafirði í sumar en að því standa sveitarfélögin Tálknafjörður, Vesturbyggð, Bolungarvík og Súðavíkurhreppur, og fyrirtækin Angelreisen og Iceland Pro Travel. Haft er eftir framkvæmdastjóra fyrirtækisins að búist sé við töluverðri fjölgun gistinótta á Vestfjörðum af þessum sökum, úr 20 þúsund árið 2004 í 25 þúsund í ár.  
Lesa meira

Mikið að gerast í Manchester

Icelandair mun sem kunnugt er hefja áætlunarflug til Manchester í Englandi þann 7. apríl næstkomandi og verður flogið á föstudögum og mánudögum. Í tengslum við að fyrirhugað flug var síðastliðið fimmtudagskvöld haldin heilmikil  ferðakynning og móttaka á Lowry hótelinu í Manchester. Um 300 manns voru mættir á kynninguna, mestmegnis ferðaskrifstofufólk, en borgarstjórinn í Manchester ásamt borgarstjóranum í Salford heiðruðu samkomuna einnig með nærveru sinni.  Þeir sem stóðu að þessari kynningu ásamt Icelandair voru Ferðamálastofa, Höfuðborgarstofa, Bláa Lónið og systurfyrirtæki Icelandair. Kynningin tókst með  miklum ágætum og var stjórnað af Felix Bergssyni. Ísbarinn vakti athygliSvæðisstjóri Icelandair, Stephen Brown, tók á móti gestum á rauða dreglinum og þegar inn var komið var Bláalóns kokteill boðinn hverjum og einum en um það sáu flugfreyjur og flugþjónn í fullum skrúða. Gunnar Már Sigurfinnsson, sölu- og markaðsstjóri, ávarpaði síðan gesti og bauð þá velkomna. Einnig hélt sendiherra Íslands í Bretlandi stutta tölu  þar sem hann gerði hina íslensku útrás að umtalsefni. Heilmikið var lagt í að gera kvöldið sem ánægjulegast. Salurinn var glæsilega skreyttur og í honum miðjum stóð meðal annars bar sem höggvin var  úr ís. Vakti hann mikla athygli og þá ekki síður borðin sem samstarfsaðilarnir höfðu til umráða. Á hverju borði var komið fyrir lógói viðkomandi fyrirtækis, sem einnig var höggvið í  ís. Kátínu vakti einnig að teknar myndir af viðstöddum og þær settar í forsíðuramma af OK magasín með fyrirsögninni ?VIP''s at Icelandair Launch party!?  Má af þessu sjá að léttleikinn var í fyrirrúmi og óhætt að segja að ferðaskrifstofufólkið sem þarna var saman komið hafi sýnt landi og þjóð mikinn áhuga. 17 milljón manna markaðssvæðiDaginn eftir var svo opnuð 3ja daga ferðasýning, The Manchester Holiday Show, en hún er opin eingöngu fyrir almenning. Heilmikil umferð var á Íslandsbásinn og mikið spurt um landið. Rúmlega 17 milljónir manns búa á svæðinu þannig að eftir heilmiklu er að slægjast með opnun þessa nýja áfangastaðar. Ýmislegt var gert til að vekja áhuga gesta á Íslandi. Reyka Vodka lögðu til 1000 flöskur af íslensku vatni merkt sérstaklega og þá var einnig stór flaska hoggin í ís sett upp í miðjum básnum og gerði sitt til að draga fólk. Ekki liggja fyrir tölur á þessu stigi hve margir gestur komu þessa þrjá daga en á heimasíðu sýningarinnar segir að meðaltal síðustu sýninga sé 65.000 manns.  http://www.johnfishexhibitions.co.uk/Manchester.html Svæðisstjóri Icelandair, Stephen Brown, og Gunnar Már Sigurfinnsson, sölu- og markaðsstjóri, bregða á leik við ísbarinn. Íslenski básinn á The Manchester Holiday Show ferðasýningunni. Ísland var kynnt sem nýr áfangastaður á sýningunni.  
Lesa meira

Fyrsta ferðasýning ársins á Norðurlöndunum

Um 38.000 manns mættu á ferðasýninguna Reiseliv 2006 sem haldin var í Osló í síðustu viku. Ísland var ekki með sérstakt sýningarsvæði en Lisbeth Jensen, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálastofu í Kaupmannahöfn, sótti sýninguna og kveðst ánægð með árangurinn. ?Þá daga sem sýningin var opin fyrir fagaðila var betri næting en í fyrra þótt heldur færri kæmu þá daga sem opið var fyrir almenning. Af 38 þúsund gestum voru tæplega 10 þúsund fagaðilar og blaðamenn. Persónuleg var ég ánægð með árangurinn. Ég lagði ekki síst áherslu á að ná góðu sambandi við fjölmiðlafólk og er komin með sambönd sem ég tel að lofi góðu. Síðar á árinu eru ráðgerðir kynningarfundir fyrir norskt fjölmiðlafólk og nokkrar blaðamannaferðir til Íslands eru einnig á dagskrá,? segir Lisbeth. Þátttaka á Reiseliv 2007 undirbúinDagsetningar fyrir Reiseliv 2007 hafa þegar verið ákveðnar en sýningin verður haldin í Osló dagana 11-14 janúar 2007. ?Ég hef fundið fyrir vaxandi áhuga ferðaskrifstofa sem selja ferðir til Íslands og hjá íslenskum ferðaþjónustuaðilum að við tökum höndum saman um þátttöku. Ég á því von á að við stígum það skref að bóka sýningarsvæði fyrir Ísland á sýningunni að ári liðnu en það mun skýrast betur í sumar,? segir Lisbeth. Heimasíða Reiseliv ferðasýningarinnar  
Lesa meira

Þjóðgarðar og ferðaþjónusta - byggðaþróun í nýju ljósi

Þann 12. janúar næstkomandi verður haldið málþing á Höfn í Hornafirði. Ber það yfirskriftina Þjóðgarðar og ferðaþjónusta ? byggðaþróun í nýju ljósi.   Málþingið er haldið í fyrirlestrarsal Nýheima kl 10.00-17.00. Málþingið er hluti af  alþjóðlegu verkefni sem Austur-Skaftfellingar taka þátt í ásamt Skaftárhreppi og aðilum í Skotlandi, Finnlandi og Svíþjóð og ber yfirskriftina NEST (Northern Environment for Sustainable Tourism).  Verkefnið fjallar um uppbyggingu ferðaþjónustu í grennd við þjóðgarða.  Málefni sem snertir íbúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps afar mikið í tengslum við byggðaþróun á svæðinu og uppbyggingu Skaftafellsþjóðgarðs.  NEST verkefnið er að hluta til styrkt af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins, Intereg IIIB, Northern Periphery Programme.  Að lokinni dagskrá málþingsins í Nýheimum verður opnuð sérsýning á handverki í húsnæði Jöklasýningar á Höfn.  Þá mun einnig verða hleypt af stokkunum hugmyndasamkeppni um bestu afurð þjóðgarðsins.  Reglur samkeppninnar verða kynntar af því tilefni.  Það kostar ekkert að taka þátt í málþinginu sjálfu og ekki er ætlast til þess að fólk skrái sig fyrir fram. Hins vegar er óskað eftir að þeir sem vilja taka þátt í sameiginlegum kvöldverði skrái sig hjá olafia@hornafjordur.is og greiði kr. 2000 fyrir kvöldverðinn. Í tengslum við málþingið, mun Valur Þór Hilmarsson, umhverfisfulltrúi Ferðamálastofu, verða til viðtals og gefa aðilum sem vinna að umhverfistengdum verkefnum góð ráð.  Þau ykkar, sem hefðuð áhuga á að fá viðtal við Val Þór, vinsamlegast hafið samband við Sigurlaugu á Brunnhól í síma 478-1029 eða með tölvupósti í netfangið brunnhol@eldhorn.is. DagskráFundarstjóri: Albert Eymundsson Kl. 09:30 KaffiKl. 10:00 SetningKl. 10:15 Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (NPP) ? Tækifæri Evrópusamstarfs ? yfirfærsla þekkingar  Þórarinn Sólmundarson, ByggðastofnunKl. 10:40 Þróun sjálfbærrar ferðamennsku á Suðausturlandi - Upphaf og þróun NEST verkefnisins Rannveig Ólafsdóttir, stjórnarformaður NESTKl. 11:05 Þjóðgarðar á ÍslandiSigurður Á. Þráinsson, UmhverfisráðuneytinuKl. 11:30 Skaftafellsþjóðgarður ?stærsti þjóðgarður Evrópu Ragnar Frank Kristjánsson, þjóðgarðsvörður Kl. 12:00 Hádegismatur Kl. 13:00 Kynning vinnuhóps um viðskiptatækifæri/Tenging NEST, ferðaþjónustunnar og ferðaþjónustuklasa Ari Þorsteinsson, frumkvöðlasetur Austurlands, Stella Sigfúsdóttir, Háskólasetrið á Hornafirði  og Gísli Kjartansson á GeirlandiKl. 13:25 Kynning vinnuhóps um tengslanet ? markmið, framgangur og staðaÓlafía Jakobsdóttir, KirkjubæjarstofaKl. 15:50 Kynning vinnuhóps um þróun náttúruskóla ? markmið, framgangur og staða Hafdís Roysdóttir, SkaftafellsþjóðgarðurKl. 14:15 Kynning vinnuhóps um þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu og vistvænnar vottunar - markmið, framgangur og staða   Rannveig Ólafsdóttir, stjórnarformaður NEST Kl. 14:40  Kaffihlé Kl. 15:00 Menning, náttúra og þjóðgarður og afþreying innan ferðaþjónustunnar  Þorbjörg Arnórsdóttir frá HalaKl. 15:20 NEST og SkafárhreppurGunnsteinn Ómarsson, sveitarstjóri SkafárhreppsKl. 15:35 NEST og Sveitarfélagið HornafjörðurHjalti Þór Vignisson, Sveitarfélaginu HornafirðiKl. 15:50 Lokaorð og málþingsslit Kl. 16:15 Móttaka á Jöklasýningu? Opnun á sýningu um handverk? Kynning á samkeppni um þjóðgarðsafurð Kl. 20:00 Kvöldverður Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að tilkynna þátttöku hjá olafia@hornafjordur.is.  Verð er kr. 2000. Mynd af vefnum Hornafjordur.is - Tjaldsvæði í Skaftafelli.
Lesa meira

Handbók Ferðamálastofu 2006 komin út

Handbók Ferðamálastofu fyrir árið 2006 er komin út. Þetta er viðamikið rit en bókin er í raun prentuð útgáfa af gagnagrunni Ferðamálastofu sem geymir upplýsingar um vel á annað þúsund ferðaþjónustuaðila um allt land. Einnig er að finna í bókinni ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir ferðafólk. Skiptist í 7 kaflaNokkrar breytingar voru gerðar á uppbyggingu Handbókarinnar frá síðustu útgáfu þótt efnislega sé hún að mestu eins. Bókin skiptist í 7 kafla. Undir kaflanum Almennar upplýsingar má m.a. finna lista yfir upplýsingamiðstöðvar, ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur, ræðismenn, sendiráð, náttúruverndarsvæði o.fl. Annar kafli nefnist Á döfinni en eins og nafnið ber með sér er þar að finna lista yfir viðburði af ýmsu tagi um allt land. Í 3. kaflanum, Samgöngur, eru upplýsingar um áætlunarferðir á láði, lofti og legi, bílaleigur, vegalengdir á milli staða, leigubíla o. fl Ýtarlegar upplýsingar um Gistingu um allt land er að finna í 4. kafla og er honum skipt niður eftir tegund gistingar, þ.e. hótel, gistiheimili, bændagisting, farfuglaheimili, sumarhús, skálar og tjaldsvæði. Afþreying er í 5. kafla og skiptist í alls 23 undirflokka. Þar má nefna flúðasiglingar, hvalaskoðun, hestaferðir, jeppa- og jöklaferðir, skíðasvæði, golfvelli, sundlaugar, veiði o.s.frv. Sjötti kaflinn nefnist Menning & listir og geymir upplýsingar um söfn, sýningarsali, bókasöfn og skjalasöfn. Í 7. og síðasta kaflanum eru almennar upplýsingar um veitingastaði þótt enn sé ekki um skráningu á einstökujm veitingastöðum að ræða. Mikilvægt uppflettiritHandbókin er gefin út á íslensku og ensku og er mikilvægt uppflettirit fyrir alla þá sem starfa að skipulagningu og upplýsingagjöf í ferðaþjónustu. Bókin er seld í áskrift og kostar 6.000 kr. Afsláttur er veittur ef fleiri en eitt eintak er keypt. Hægt er að panta bókina hér á vefnum. Panta Handbókina Ísland Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri í síma 464-9990 eða með því að senda póst á netfangið upplysingar@icetourist.is
Lesa meira

Þjóðgarðar og ferðaþjónusta - byggðaþróun í nýju ljósi

Þann 12. janúar næstkomandi verður haldið málþing á Höfn í Hornafirði. Ber það yfirskriftina Þjóðgarðar og ferðaþjónusta ? byggðaþróun í nýju ljósi.   Málþingið er haldið í fyrirlestrarsal Nýheima kl 10.00-17.00. Málþingið er hluti af  alþjóðlegu verkefni sem Austur-Skaftfellingar taka þátt í ásamt Skaftárhreppi og aðilum í Skotlandi, Finnlandi og Svíþjóð og ber yfirskriftina NEST (Northern Environment for Sustainable Tourism).  Verkefnið fjallar um uppbyggingu ferðaþjónustu í grennd við þjóðgarða.  Málefni sem snertir íbúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps afar mikið í tengslum við byggðaþróun á svæðinu og uppbyggingu Skaftafellsþjóðgarðs.  NEST verkefnið er að hluta til styrkt af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins, Intereg IIIB, Northern Periphery Programme.  Að lokinni dagskrá málþingsins í Nýheimum verður opnuð sérsýning á handverki í húsnæði Jöklasýningar á Höfn.  Þá mun einnig verða hleypt af stokkunum hugmyndasamkeppni um bestu afurð þjóðgarðsins.  Reglur samkeppninnar verða kynntar af því tilefni.  Það kostar ekkert að taka þátt í málþinginu sjálfu og ekki er ætlast til þess að fólk skrái sig fyrir fram. Hins vegar er óskað eftir að þeir sem vilja taka þátt í sameiginlegum kvöldverði skrái sig hjá olafia@hornafjordur.is og greiði kr. 2000 fyrir kvöldverðinn. Í tengslum við málþingið, mun Valur Þór Hilmarsson, umhverfisfulltrúi Ferðamálastofu, verða til viðtals og gefa aðilum sem vinna að umhverfistengdum verkefnum góð ráð.  Þau ykkar, sem hefðuð áhuga á að fá viðtal við Val Þór, vinsamlegast hafið samband við Sigurlaugu á Brunnhól í síma 478-1029 eða með tölvupósti í netfangið brunnhol@eldhorn.is. DagskráFundarstjóri: Albert Eymundsson Kl. 09:30 KaffiKl. 10:00 SetningKl. 10:15 Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (NPP) ? Tækifæri Evrópusamstarfs ? yfirfærsla þekkingar  Þórarinn Sólmundarson, ByggðastofnunKl. 10:40 Þróun sjálfbærrar ferðamennsku á Suðausturlandi - Upphaf og þróun NEST verkefnisins Rannveig Ólafsdóttir, stjórnarformaður NESTKl. 11:05 Þjóðgarðar á ÍslandiSigurður Á. Þráinsson, UmhverfisráðuneytinuKl. 11:30 Skaftafellsþjóðgarður ?stærsti þjóðgarður Evrópu Ragnar Frank Kristjánsson, þjóðgarðsvörður Kl. 12:00 Hádegismatur Kl. 13:00 Kynning vinnuhóps um viðskiptatækifæri/Tenging NEST, ferðaþjónustunnar og ferðaþjónustuklasa Ari Þorsteinsson, frumkvöðlasetur Austurlands, Stella Sigfúsdóttir, Háskólasetrið á Hornafirði  og Gísli Kjartansson á GeirlandiKl. 13:25 Kynning vinnuhóps um tengslanet ? markmið, framgangur og staðaÓlafía Jakobsdóttir, KirkjubæjarstofaKl. 15:50 Kynning vinnuhóps um þróun náttúruskóla ? markmið, framgangur og staða Hafdís Roysdóttir, SkaftafellsþjóðgarðurKl. 14:15 Kynning vinnuhóps um þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu og vistvænnar vottunar - markmið, framgangur og staða   Rannveig Ólafsdóttir, stjórnarformaður NEST Kl. 14:40  Kaffihlé Kl. 15:00 Menning, náttúra og þjóðgarður og afþreying innan ferðaþjónustunnar  Þorbjörg Arnórsdóttir frá HalaKl. 15:20 NEST og SkafárhreppurGunnsteinn Ómarsson, sveitarstjóri SkafárhreppsKl. 15:35 NEST og Sveitarfélagið HornafjörðurHjalti Þór Vignisson, Sveitarfélaginu HornafirðiKl. 15:50 Lokaorð og málþingsslit Kl. 16:15 Móttaka á Jöklasýningu? Opnun á sýningu um handverk? Kynning á samkeppni um þjóðgarðsafurð Kl. 20:00 Kvöldverður Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að tilkynna þátttöku hjá olafia@hornafjordur.is.  Verð er kr. 2000. Mynd af vefnum Hornafjordur.is - Tjaldsvæði í Skaftafelli.
Lesa meira