Fréttir

Starf forstöðumanns skrifstofu Ferðamálastofu í Frankfurt auglýst

Ferðamálastofa óskar að ráða forstöðumann skrifstofu stofnunarinnar í Frankfurt. Meginverkefni skrifstofunnar er að veita forstöðu starfsemi Ferðamálastofu á meginlandi Evrópu og Bretlandi, með aðsetur í Frankfurt. Starfið heyrir undir forstöðumann markaðssviðs Ferðamálastofu.   Verkefnin felast m.a. í að vinna að markaðssetningu Íslands sem ferðamannalands með ýmsum verkefnum m.a í samstarfi við fyrirtæki í ferðaþjónustu. Forstöðumaður skrifstofunnar er jafnframt yfirmaður markaðsfulltrúa fyrir Þýskaland, Frakkland og Bretland.   Auk hefðbundinna landkynningar- og markaðsverkefna er samstarfsverkefnið ?Iceland Naturally" í Evrópu vistað hjá Ferða-málastofu. Verkefnið er samstarfsverkefni íslenskra stjórnvalda og íslenskra fyrirtækja með það að markmiði að kynna Ísland og íslenskar vörur í Þýskalandi, Bretlandi og Frakklandi.   Leitað er að einstaklingi með reynslu í markaðs- og sölumálum og stjórnun verkefna á sviði markaðsmála. Háskólamenntun er æskileg svo og góð enskukunnátta. Þýsku- og frönskukunnátta er æskileg.     Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is  fyrir 22. janúar næstkomandi. Númer starfs er 5079.    Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson  Netfang: thorir@hagvangur.is  
Lesa meira

Námskeið leiðsöguskólans á vorönn

Leiðsöguskólinn býður starfsfólki í ferðaþjónustu að taka þátt í vornámskeiðum skólans. Í boði eru sex námskeið og má með sanni segja að fjölbreytnin sé í fyrirrúmi.   Athugið að tvö námskeið eru í boði á sama tíma. Kennt verður í stofu N20 og nærliggjandi stofum á 2. hæð í norðurálmu Menntaskólans í Kópavogi og helgarnámskeiðin á vettvangi. Áhugasamir skrái sig hjá Önnu Vilborgu Einarsdóttur í s. 594 4025 eða á netfangið lsk@mk.is.   1. Norræn goðafræði og Íslendingasögur, kl. 19:15 ? 22:05 Verð: 5.000 kr. Umsjón: Guðbjörn Sigurmundsson og Sigríður Þórðardóttir. 1.       17. jan.         Norræn goðafræði og Egils saga 2.       24. jan.         Njáls saga 3.       31. jan.         Grettis saga   4.       7. febr.         Hrafnkels saga og Laxdæla   2. Að segja sögu, kl. 19:15 ? 22:05 Verð: 5.000 kr. Umsjón: Sigurbjörg Karlsdóttir. Markmið námskeiðsins er að veita innsýn í sagnahefðina, hvað gerir einhvern að góðum sögumanni og hvað skiptir máli þegar kemur að því hvernig segja á frá eða halda áhuga hlustenda. 1.       14. febr.        Almennur fróðleikur um sagnalistina. Léttar æfingar.       2.       21. febr.        Hvernig verður sagan til og hvernig munum við söguna? 3.       28. febr.        Hópavinna, unnið verður með sögur sem tengjast þátttakandanum. 4.       7. mars         Sagnahátíð. Allir spreyta sig á sögunum sem þeir hafa unnið með.   3. Afþreying og þjónusta kl. 19:15 ? 22:05 Verð: 6.000 kr. Ferðamálafulltrúar og forstöðumenn upplýsingamiðstöðva á viðkomandi svæðum kynna afþreyingu og þjónustu við leiðsögumenn og annað starfsfólk í ferðaþjónustu.   1.       14. febr.        Reykjavík/Reykjanes 2.       21. febr.        Vesturland/Vestfirðir 3.       28. febr.        Norðurland 4.       7. mars         Austurland 5.       14. mars        Suðurland/Vestmannaeyjar   4. Bland í poka, kl. 19:15 ? 22:05 Verð: 5.000 kr. 1.       21. mars        Pælingar um náttúru og ferðaþjónustu. Andri Snær Magnason rithöfundur. Hegðun á jöklum. Þór Kjartansson. 2.       28. mars        Hellar. Björn Hróarsson. 3.       4. apríl           Stjörnur og norðurljós. Snævarr Guðmundsson. 4.       25. apríl         Jurtir og notkun þeirra í ferðaþjónustu. Ingibjörg G. Guðjónsdóttir. Ísl. rúnir/dulrænir atburðir, álfar o.fl. Sigrún Nikulásdóttir.   5. Fjallamennska 1. Helgin 18. ? 19. febr. Verð: 19.000 kr. Áhersla verður lögð á grundvallaratriði vetrarfjallamennsku.   6. Ferðamennska á jöklum. Helgin 11. ? 12. mars. Verð: 19.000 kr. Þátttakendur fá þjálfun í að þekkja jökla og hættur samfara ferðalögum á jöklum.
Lesa meira

Árlegur fjöldi farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll nálgast 2 milljónir

Rúmlega 1,8 milljónir farþega fóru um Keflavíkurflugvöll á nýliðnu ári. Fjölgunin á milli ára nemur 11% en rúmlega 1,6 milljónir farþega fóru um völlinn allt árið 2004.   Tæplega 753 þúsund farþegar voru á leið frá landinu en rúmlega 756 þúsund farþegar á leið til landsins. Áfram- og skiptifarþegar (transit) voru 308 þúsund talsins. Nánari skiptingu, ásamt samanburði á milli ára, má sjá í meðfylgjandi töflu.           Des. 05. YTD Des. 04. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 40.508 752.774 31.157 672.196 30,01% 11,99% Hingað: 44.063 756.193 37.660 692.505 17,00% 9,20% Áfram: 718 13.359 1.529 8.041 -53,04% 66,14% Skipti. 16.977 294.579 16.698 264.287 1,67% 11,46%   102.266 1.816.905 87.044 1.637.029 17,49% 10,99%
Lesa meira

Gistinóttum á hótelum í nóvember fjölgaði um rúm 8% milli ára

Samkvæmt gisináttatalningu Hagstofunnar voru gistinætur á hótelum í nóvember síðastliðnum 57.400 talsins en voru 53.000 í sama mánuði árið 2004. Aukningin á  milli ára er 8,2%. Gistinóttum fjölgaði á öllum landsvæðum í nóvembermánuði, en hlutfallslega var hún mest á Suðurlandi þar sem gistinætur fóru úr 4.200 í 5.900 milli ára (42%).  Á Austurlandi nam aukningin 18%, en gistináttafjöldinn fór úr 1.200 í 1.400.  Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fóru gistinæturnar úr 4.300 í 5.000 sem er aukning um 16%.  Gistinætur á hótelum á Norðurlandi voru 2.650 í nóvember síðastliðnum en voru 2.600 árið 2004, sem er 2% aukning.  Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum um rúmlega 1.600, en þær fóru úr 40.800 í 42.400 milli ára (4% aukning). Fjölgun gistinátta á hótelum í nóvember árið 2005 er bæði vegna Íslendinga og útlendinga
Lesa meira

Nýtt ferðamálaráð skipað til fjögurra ára

Samgönguráðherra hefur í samræmi við ný lög um skipan ferðamál, sem gildi tóku um áramót, skipað nýtt ferðamálaráð til fjögurra ára. Hlutverk ráðsins er eins og fram hefur komið verulega breytt frá því sem áður var. Einar Oddur Kristjánsson formaðurÍ ferðamálaráði eiga sæti tíu fulltrúar. Formaður ferðamálaráðs er Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður og varaformaður er Dagný Jónsdóttir, alþingismaður.Aðrir fulltrúar ferðamálaráðs, tilnefndir af Samtökum ferðaþjónustunnar eru: Gunnar Már Sigurfinnsson, farmkvæmdastjóri hjá Icelandair, Lára Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Congress Reykjavík og Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. Þá eiga sæti í ferðamálaráði Gunnar Sigurðsson, bæjarfulltrúi, Akranesi og Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúa, báðir tilnefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ferðamálasamtök Íslands tilnefndu Pétur Rafnsson, formann Ferðamálasamtaka Íslands og Dóru Magnúsdóttur, markaðsstjóra ferðamála Höfuðborgarstofu. Þá tilnefndi Útflutningsráð Jón Ásbergsson framkvæmdastjóra. Hlutverk ferðamálaráðs Hlutverk ferðamálaráðs er skilgreint í 6. gr. laga nr. 73/2005 um skipan ferðamála. Þar kemur m.a. fram að hlutverk þess sé að. Gera árlega eða oftar, tillögur til ráðherra um markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustunnar Vera ráðgefandi aðili fyrir ráðherra um áætlanir í ferðamálum. Veita umsagnir um breytingar á lögum og reglum er varða ferðamál og annað er ráðherra felur ráðinu eða ráðið telur ástæðu til að taka upp í þágu ferðaþjónustunnar. Skipunartími ferðamálaráðs er fjögur ár en skipunartími formanns og varaformanns er þó takmarkaður við embættistíma ráðherra. Ferðamálastjóri og fulltrúi ráðuneytisins sitja fundi ráðsins með málfrelsi og tillögurétt. Ingilín Kristmannsdóttir, viðskiptafræðingur í samgönguráðuneytinu, er ritari ferðamálaráðs.
Lesa meira

Styrkir til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2006

Ferðamálastofa hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2006. Úthlutað verður um 40 milljónum króna og skiptist upphæðin í þrjá meginflokka. Eitt helsta aðdráttarafl Íslands í hugum ferðamanna, innlendra sem erlendra, er íslensk náttúra. Stefna íslenskra stjórnvalda er að ferðaþjónustan í landinu starfi sem mest eftir hugmyndafræði um sjálfbæra ferðaþjónustu. Liður í því er markviss uppbygging og fyrirbyggjandi aðgerðir til verndunar á íslenskri náttúru. Á umliðnum árum hefur Ferðamálaráð Íslands lagt um 418 milljónir króna til uppbyggingar á ferðamannastöðum víðsvegar um land. Nú um áramótin tók Ferðamálastofa við hlutverki Ferðamálaráðs sem stofnunar. Þrír meginflokkarSem fyrr segir verður um 40 milljónum króna úthlutað að þessu sinni og skiptist upphæðin í þrjá meginflokka: 1. Til minni verkefna: Úthlutað verður til minni verkefna í umhverfismálum þar sem áhersla verður lögð á uppbyggingu gönguleiða. Eingöngu verða veittir styrkir til efniskaupa. Hámarksupphæð hvers styrks verður 500 þúsund krónur. Til ráðstöfunar eru 10 milljónir króna. 2. Til stærri verkefna á fjölsóttum ferðamannastöðum: Veittir verða styrkir til stærri verkefna þar sem umsækjendur stýra framkvæmdum og svæðin verða í umsjón eða eigu styrkþega eftir að framkvæmdum lýkur. Þegar til úthlutunar kemur verður stuðst við eftirfarandi vinnureglur: a) Um verði að ræða svæði eða staði sem verulegur fjöldi ferðamanna sækir heim. b) Einungis verða styrkt svæði þar sem fullnaðarhönnun liggur fyrir. c) Ferðamálastofa áskilur sér rétt til að fara yfir hönnun á viðkomandi svæði ásamt þeim forsendum sem þar liggja að baki. d) Styrkþegi er ábyrgur fyrir eðlilegu viðhaldi svæðis og mannvirkja er tengjast viðkomandi framkvæmdum. e) Standi styrkþegi ekki við ákvæði (d) getur ekki orðið af frekari styrkveitingum til viðkomandi fyrr en að því ákvæði uppfylltu. f) Engu fé verður veitt til styrkþega fyrr en að gerðum skriflegum samningi milli Ferðamálastofu og styrkþega. 3. Til uppbyggingar á nýjum svæðum: Veittir verða styrkir til uppbyggingar á nýjum svæðum sem skipulögð hafa verið þannig að ferðamönnum nýtist viðkomandi svæði. Þegar til úthlutunar kemur verður stuðst við eftirfarandi vinnureglur: a) Styrkupphæð getur aldrei orðið hærri en sem nemur 75% af framkvæmdakostnaði. b) Einungis verða styrkt svæði þar sem samþykkt deiliskipulag liggur fyrir. c) Hluti af styrkupphæð Ferðamálastofu getur farið til verkhönnunar á viðkomandi svæði, þó aldrei meira en sem nemur 25% af styrkupphæð. d) Ferðamálastofa áskilur sér rétt til að fara yfir hönnun á viðkomandi svæði ásamt þeim forsendum sem þar liggja að baki. e) Styrkþegi er ábyrgur fyrir eðlilegu viðhaldi svæðis og mannvirkja er tengjast viðkomandi framkvæmdum. f) Standi styrkþegi ekki við ákvæði (e) getur ekki orðið af frekari styrkveitingum til viðkomandi fyrr en að því ákvæði uppfylltu. g) Engu fé verður veitt til styrkþega fyrr en að gerðum skriflegum samningi milli Ferðamálastofu og styrkþega. Hverjir geta sótt um: Öllum sem hagsmuna eiga að gæta er frjálst að sækja um styrk að uppfylltum ofangreindum skilyrðum. Við úthlutun verður m.a. tekið mið af ástandi og álagi svæða, og mikilvægi aðgerðanna með tilliti til náttúruverndar. Ekki verður sérstaklega litið til dreifingar verkefna eftir landshlutum. Einnig verður tekið tillit til þess hvort viðkomandi verkefni nýtur þegar fjárstuðnings opinberra aðila.Umsóknarfrestur er til 27. janúar 2006 Meðfylgjandi gögn: Með öllum umsóknum skal skila inn gögnum er sýna fram á mikilvægi framkvæmdarinnar sem og skriflegu samþykki hlutaðeigandi aðila, s.s. landeigenda, sveitarfélagas og umhvefisyfirvalda ef með þarf. Hvar ber að sækja um: Umsóknir berist með vefpósti á umsóknareyðublaði sem er að finna hér á vefnum. - Opna umsóknareyðublað fyrir styrki  Ath. að umsóknarfrestur fyrir árið 2006 er útrunninn: Einnig er hægt að skila inn skriflegum umsóknum á eyðublöðum sem fást á skrifstofu Ferðamálastofu, Strandgötu 29, 600 Akureyri, sími: 464-9990. Upplýsingar veitir umhverfisfulltrúi í síma 464-9990 eða í gegnum vefpóst: valur@icetourist.is  
Lesa meira

Ferðamálastofa tekin til starfa

Nú um áramótin tók Ferðamálastofa við hlutverki Ferðamálaráðs sem stofnunar, samhliða nýjum lögum um skipan ferðamála. Ferðamálastofa tekur samkvæmt lögunum við öllum skuldbindingum og verkefnum skrifstofu Ferðamálaráðs. Þannig að engin núverandi verkefni falla niður eða eru færð annað. Ferðamálastofa mun því áfram sinna þeim verkefnum sem  skrifstofur Ferðamálaráðs hafa sinnt gagnvart stjórnvöldum, greininni og innlendum og erlendum ferðamönnum. Veigamiklir nýir málaflokkar bætast einnig við þau verkefni sem fyrir eru. Þar ber hæst leyfismál vegna ferðaskrifstofa, ferðaskipuleggjenda og fleiri svo og öll stjórnsýsla því tengd. Þá mun Ferðamálastofa  samkvæmt nýju lögunum sinna skráningu bókunarmiðstöðva og upplýsingamiðstöðva, sem verða nú skráningaskyldar í fyrsta sinn. Einnig  er Ferðamálastofu falið með nýju lögunum það nýja verkefni að sjá um framkvæmd markaðrar ferðamálastefnu. Nánar  
Lesa meira