Fara í efni

Núgildandi ferðaskrifstofuleyfi falla öll úr gildi 30. júní nk.

Gullfoss
Gullfoss

Eins og áður hefur komið fram var Ferðamálastofu falið með nýjum lögum að  annast  leyfisveitingar til ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjanda frá 1 janúar sl. Rétt er að benda á að  samkvæmt lögunum falla öll  leyfi sem útgefin voru fyrir gildistöku laganna úr gildi 30. júní nk.

Magnús Oddsson ferðamálastjóri bendir á að  í lok síðasta árs hafi 114 aðilar verið með slík leyfi. ?Ef þeir ætla allir að sækja um ný leyfi á næstu mánuðum þá er ljóst að það er mikil vinna framundan að fara yfir og meta þessar umsóknir svo og aðrar sem berast. Því væri mjög slæmt ef allar umsóknir kæmu síðustu vikurnar  áður en leyfin falla úr gildi. Við viljum því hvetja aðila, sem ætla sér að sækja um ný leyfi að huga að því sem fyrst?, segir Magnús og bætir við: ?Það gæti komið upp mjög sérstök staða  á háannatíma ferðaþjónustunnar í júlí, ef einhver fjöldi ferðaskrifstofuleyfa félli sjálfkrafa úr gildi 30. júní, eins og þau gera samkvæmt lögunum og fyrirtækin hefðu ekki orðið sér út um ný leyfi. Því hvetjum við fyrirtækin til að huga að þessu sem fyrst svo ekki komi til einhverra vandamála í íslenskri ferðaþjónustu 1. júlí.?

Benda má á að allar upplýsingar vegna leyfisumsókna, svo og umsóknareyblöð, eru hér á vefnum undir liðnum ?Leyfismál? og hafa veri frá 1. janúar sl. þegar Ferðamálastofa hóf starfsemi.