Fara í efni

Upplifun og afþreying - Ráðstefna um uppbyggingu og þróun á sviði skapandi greina

Impra nýsköpunarmiðstöð heldur ráðstefnu um uppbyggingu og þróun á sviði skapandi greina (Creative Industries) með sérstaka áherslu á ferðamennsku þann 9. september næstkomandi. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Loftleiðum undir heitinu "Creative Industries-Experience Tourism".

Í frétt frá Impru kemur fram að mikilvægt sé að fylgjast vel með þróun skapandi greina og gera frekari rannsóknir á þeim hérlendis. Á ráðstefnunni verður farið yfir stöðu mála hérlendis auk þess sem erlendir fyrirlesarar koma að henni. Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi á stöðu mála hérlendis og í nágrannalöndunum með það að leiðarljósi að taka rétta stefnu auk þess að ræða möguleika á hugsanlegu styrkhæfu samstarfi við nágranna okkar á Norðurlöndunum. Mörg af þeim innlendu samtökum sem heyra til skapandi greina hafa að undanförnu markað sér stefnu til framtíðar og væntanlega eru þau ófá tækifærin sem leynast í herbúðum þeirra.

Erlendir þátttakendur ráðstefnunnar eru samstarfsaðilar Impru í nýju norrænu verkefni sem ber heitið Jenka og er ætlað að efla þær atvinnugreinar sem flokkast undir skapandi greinar. Eins og sakir standa liggja ekki fyrir miklar upplýsingar um greinina en Dr. Ágúst Einarsson hefur þó tekið saman upplýsingar um þessar greinar hérlendis. Jenka verkefninu er ætlað m.a. að efla rannsóknir, auka aðgang að fjármagni, miðla þekkingu og skapa aukin tækifæri.

Þátttökugjald er 7.800 kr. og innifalinn er hádegisverður og kaffi og meðlæti. Þátttökutilkynningar berist Impru í síma 570-7267 eða á impra@impra.is.
Nánari upplýsingar gefur Helga Sigrún Harðardóttir, verkefnastjóri á Impru í síma 570-7269/899-9961 eða á helgasigrun@iti.is

Fyrirlesarar:

Dr. Peter Billing, Centre for tourism and regional research, Danmörku
Ossian Stjärnstrand, Research institute of tourism, Gautaborg, Svíþjóð
Dr. Ágúst Einarsson, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands
Gísli Örn Garðarsson, Vesturporti, leikstjóri og leikari í Rómeó og Júlíu
Anna Sverrisdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Bláa Lónsins og stjórnarmaður í Samtökum ferðaþjónustunnar
Gunnar Guðmundsson, Samtón, Sambandi flytjenda og hljómplötuframleiðenda
Kjartan Már Kjartansson, Latabæ
Tore Wanscher, verkefnisstjóri Jenka, norræns verkefnis um uppbyggingu í Creative Industries
Nina Etelä og Lise Sund frá Nordisk Innovations Center