Fara í efni

Fjögur ferðaskrifstofuleyfi felld niður – Lýst eftir kröfum í Ferðatryggingasjóð

Ferðamálastofa hefur fellt niður ferðaskrifstofuleyfi fjögurra ferðaskrifstofa: Aurora Tours ehf., Ladventures ehf., The Known Nords ehf. og Unforgettable Iceland ehf.

 

Rekstri verði hætt og vef lokað

Félögin hafa því hvorki heimild til að setja saman, bjóða fram eða selja pakkaferðir eða dagsferðir né að hafa milligöngu um sölu samtengdrar ferðatilhögunar í atvinnuskyni. Ferðamálastofa hefur farið fram á rekstri verði hætt og vef þeirra lokað.

 

Frestur til að senda inn kröfu er til 7. september 

Ferðamenn sem keypt hafa pakkaferð eða samtengda ferðatilhögun af félögunum geta lagt fram kröfu til Ferðatryggingasjóðs um endurgreiðslu, hafi ferðaskrifstofurnar ekki endurgreitt viðkomandi. Frestur til að senda kröfu er til og með 7. september 2025.