Dagsektir lagðar á 26 ferðaskrifstofur
24.06.2025

Ferðamálastofa hóf viðurlagaferli í apríl sl. á 102 ferðaskrifstofum sem höfðu ekki skilað gögnum vegna árlegs endurmats tryggingafjárhæðar 2025. Lögbundinn skilafrestur er 1. apríl ár hvert. Í kjölfarið lagði Ferðamálastofa dagsektir á 26 ferðaskrifstofur sem ekki brugðust við þrátt fyrir ítrekanir og aðvaranir.
Þá hafa sex ferðaskrifstofur enn ekki skilað inn gögnum þrátt fyrir álagðar dagsektir og hefur Ferðamálastofa hafið niðurfellingarferli á þeim leyfum.
Fari aðilar ekki að fyrirmælum Ferðamálastofu eru dagsektir viðurlög sem stofnunin getur beitt. Frekari úrræði eru niðurfelling á ferðaskrifstofuleyfi þeirra og aðild að Ferðatryggingasjóði.
Ákvarðanir um dagsektir má finna hér.