Fara í efni

Ráðstefna um efnisframleiðslu og markaðssetningu í ferðaþjónustu

Ráðstefna um efnisframleiðslu og markaðssetningu í ferðaþjónustu
 
Þann 9.desember verður haldin ráðstefna um efnisframleiðslu/markaðssetningu í ferðaþjónustu og áhrif hennar á leitarvélabestun. Fjallað verður bæði um möguleika áfangastaða, sem og fyrirtækja í ferðaþjónustu til að ná til markhópa sinna og hvernig samstarf við áhrifavalda nýtist í því samhengi.
 

Samstarfsverkefni Norðurlanda

Ráðstefnan er hluti af Digital Tourism in the Nordics sem er samstarfsverkefni Ferðamálastofu, Visit Finland, Visit Faroe Islands og Visit Greenland. Meðal fyrirlesara verða Olivia Fríðfinsdóttir frá Visit Faroe Islands, Janicke Hansen frá Noregi sem starfað hefur með ferðaþjónustufyrirtækjum og áhrifavöldum að efnismarkaðssetningu um árabil og Kira Dalhus frá Danmörku en hún mun fjalla á samspil markaðsefnis og leitarvélabestunar (SEO).

Skráning á ráðstefnuna

Vefsvæði viðburðarins

Viðburðurinn er gestum að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig.