Fara í efni

Hvernig gekk rekstur ferðaþjónustunnar í sumar og hverjar eru horfurnar framundan? - Kynning

Siglufjörður. Mynd: Íslandsstofa
Siglufjörður. Mynd: Íslandsstofa

Miðvikudaginn 15. desember klukkan 11:00 mun Oddný Þóra Óladóttir sérfræðingur á tölfræðisviði Ferðamálastofu kynna niðurstöður nýrrar könnunar sem gerð var til að meta hvernig sumarið 2021 gekk hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum í samanburði við 2020 og 2019 og hvernig fyrirtækin sjá horfurnar framundan.

Fara má á vefsvæði fundarins með því að smella á hnappinn að neðan.

Hvernig sumarið 2021 gekk hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum í samanburði við 2020 og 2019 

Könnunin var framkvæmd af Gallup sem netkönnun og símakönnun á tímabilinu 15. október til 22. nóvember og náði til fyrirtækja í gisti-, veitinga-, afþreyingar- og samgönguþjónustu fyrir ferðamenn. Úrtakið var fengið úr gagnagrunni Ferðamálastofu og náði til fyrirtækja sem falla í hóp þeirra sem voru með 75% mestu ársveltuna árið 2019.  Endanlegt úrtak var 915 fyrirtæki og var svarhlutfallið 40%.