Fara í efni

Endurmat tryggingaútreikninga og réttmæti gagna

Námaskarð. Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson
Námaskarð. Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Ferðamálastofa vekur athygli á því að í upphafi nýs árs (2022) mun stofnunin hefja eftirlit með réttmæti framlagðra gagna og upplýsinga sem lágu til grundvallar endurmati tryggingaútreikninga.

Samhliða þessu eftirliti, sem m.a. mun felast í vettvangsheimsóknum, hefur stofnunin hug á að nota tækifærið til að fræðast nánar um ýmsar áskoranir í starfsemi ferðaskrifstofa s.s. með tilliti til umfangs og utanumhalds pakkaferða, samskipta við erlenda viðskiptaaðila eða smásala, hvaða bókhalds- og bókunarkerfi þykja henta best í því samhengi, og önnur þau atriði sem varða verksvið stofnunarinnar á sviði leyfisskyldu og trygginga.

Nánari upplýsingar um ofangreint verða birtar í byrjun árs 2022.