Fara í efni

Opið fyrir umsagnir um drög að landsáætlun um innviði

Mynd: ©Ragnar Th. Sigurðsson
Mynd: ©Ragnar Th. Sigurðsson

Drög að landsáætlun um það hvernig byggja eigi byggja upp helstu innviði til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum hefur verið sett fram til umsagnar á Samráðsgátt. Um er að ræða stefnumarkandi áætlun til tólf ára þar sem sett er fram sýn um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum svo vernda megi náttúru og menningarminjar fyrir álagi af völdum aukinnar umferðar ferðafólks.

Opinn kynningarfundur

Opinn kynningarfundur um landsáætlunina verður haldinn fimmtudaginn 15. febrúar kl. 13:30-15 í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu Skúlagötu 4. Kynningin og umræður að henni lokinni verða teknar upp og gerðar aðgengilegar á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytis.

Nánar á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins