Fosshótel Jökulsárlón bætist við Vakaflóruna

Unnur Arnarsdóttir hótelstjóri

Unnur Arnarsdóttir hótelstjóri með viðurkenningu Vakans.

Við kynnum með sannri ánægju nýjasta þátttakandann í Vakanum, Fosshótel Jökulsárlón sem nú flaggar með stolti fjórum viðurkenndum stjörnum svo og bronsmerki í umhverfishlutanum. Þar með eru sjö hótel undir hatti Íslandshótela komin með stjörnuflokkun Vakans. Auk þess eru veitingastaðirnir Haust, Bjórgarðurinn og Grand Restaurant allir með gæðaviðurkenningu Vakans.

„Markmið okkar er að stuðla að góðri og ábyrgri ferðaþjónustu á Íslandi sem og sjálfbærum atvinnurekstri og erum við afar stolt að vera nú fullgildur þátttakandi í Vakanum, segir Unnur Arnarsdóttir, hótelstjóri. „Fosshótel Jökulsárlón er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel sem opnaði í júní 2016 við rætur Öræfajökuls, á milli Skaftafells og Jökulsárlóns. Hótelið býður upp á 104 herbergi í fimm flokkum ásamt bar og stórglæsilegu veitingahúsi. Á Fosshótel Jökulsárlóni má finna einstaka innanhúshönnun og fallegan arkitektúr. Hótelið er allt byggt úr náttúrulegum efnum. Allt burðarvirkið er til að mynda úr endurnýtanlegum við úr endurnýjanlegum skógum sem skilur eftir jákvætt kolefnisspor. Öll hreinsiefni og snyrtivörur á herbergjum eru umhverfisvæn og vottuð og svo er gestum boðið að skila af sér flokkuðum úrgangi“ segir Unnur ennfremur þannig að við reynum að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar eins og kostur er og í öllu okkar starfi er lögð áhersla á umhverfisvernd”.

Við hjá Vakanum og Ferðamálastofu óskum forsvarsmönnum innilega til hamingju með glæsilegan árangur.


Athugasemdir