Fréttir

Slysavarnir 2017 – ráðstefna og sýning

Slysavarnir og öryggismál ferðamanna eru málefni sem snerta okkur öll enda ferðaþjónusta orðin ein helsta atvinnugrein okkar Íslendinga. 90 ára reynsla Slysavarnafélagsins Landsbjargar í slysavörnum á sjó og landi hefur sýnt fram á mikilvægi þess að málaflokknum sé vel sinnt.
Lesa meira

Kynningarfundir vegna umsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Á næstunni verða haldnir kynningarfundir vegna umsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Dagsetning er komin á þrjá fyrstu fundina sem verða á Norðurlandi og Austurlandi 10. og 11. október og dagsetningar funda víðar um land verður auglýstar þegar þær liggja fyrir. Umsóknarfrestur fyrir næstu úthlutun er til 25. október.
Lesa meira

Akstur á undarlegum vegi - Erindi ferðamálastjóra á Ferðamálaþingi 2017

Í erindi sínu á Ferðamálaþingi í Hörpu í gær fjallaði Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri um ýmsar þær áskoranir og úrlausnarefni sem íslensk ferðaþjónusta og ferðaþjónusta í heiminum almennt stendur frammi fyrir nú um stundir – eða „Áskoranir á öld ferðalangsins“, eins og titill þingsins var að þessu sinni.
Lesa meira

Síldarminjasafnið fær Umhverfisverðlaunin 2017

Síldarminjasafnið á Siglufirði hlýtur Umhverfisverðlaun ferðamálastofu árið 2017 fyrir fegrun umhverfis og bætt aðgengi. Verkefnið var lokaáfangi í byggingu bryggjupalla milli safnhúsanna þriggja og uppsetningu lýsingar á svæðinu.
Lesa meira

Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki skrifa undir alþjóðlegar siðareglur fyrir ferðaþjónustu

Á Ferðamálaþinginu í Hörpu í dag undirrituðu þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Ásta Kristín Sigurjónsdóttirr, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, skuldbindingu sem byggir á Alþjóðlegum siðareglum fyrir ferðaþjónustu. Reglurnar hafa nú verið þýddar á íslensku.
Lesa meira

Ferðamálaþing - bein útsending

Skráningum er lokið á Ferðamálaþingið 2017 í Hörpu á morgun, 4. október, þar sem uppselt er á þingið. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu á netinu.
Lesa meira

Alþjóðlegar siðareglur fyrir ferðaþjónustu þýddar á íslensku

Ferðamálastofa hefur látið þýða Alþjóðlegar siðareglur fyrir ferðaþjónustu yfir á íslensku. Reglurnar eru hugsaðar sem grunngildi og ætlað er að vera hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu að leiðarljósi. Siðareglurnar höfða til ríkja, sveitarfélaga, samfélaga, ferðaþjónustuaðila og sérfræðinga auk ferðamanna, jafnt innlendra sem erlendra.
Lesa meira