Fara í efni

Ferðamálastofa samstarfsaðili Travel Hackathon TM Software

Ferðamálastofa er samstarfsaðili og leggur til gögn í svokallað Travel Hackathon sem TM Software stendur fyrir dagana 7.-8. október næstkomandi. Hackaton er forritunarkeppni þar sem teymi forritara leitast við í að skapa nýjar og spennandi lausnir fyrir ferðaþjónustuna.

Gögn frá Ferðamálastofu

Liðin sem taka þátt fá aðgang að gögnum til að vinna með frá ýmsum aðilum sem tengjast ferðaþjónustu. Ferðamálastofa leggur til gagnagrunn sinn um ferðaþjónustuaðila og gögn um sem söfnuðust í verkefninu „Kortlagning auðlinda íslenskrar ferðaþjónustu“ þar sem með aðstoð heimafólks var metið mögulegt aðdráttarafl og fleiri þættir á stöðum á þeirra svæði.

Fjölmargir luma á góðum hugmyndum

Með keppninni er m.a. leitast við að uppgötva þá sem t.d. gætu lumað gætu á góðri hugmynd en vantar vettvang til að koma henni á framfæri, svo sem hugmynd að veflausn eða appi sem gæti bætt upplifun ferðamanna á Íslandi eða leyst vandamál sem aðilar í ferðaþjónustu glíma við.Unnið er í teymum frá föstudagsmorgni og er lausninni skilað af sér kl. 17 á laugardegi. Liðin hafa síðan klukkutíma til að undirbúa kynningu. Öll liðin kynna sína lausn og dómnefnd velur sigurvegara. 

Nánari kynning er í myndbandinu hér að neðan og á: http://travelhackathon.is