Fara í efni

Átta fyrirtæki taka þátt í Ratsjá ferðaþjónustunnar 2016

Ratsjáin
Aðstandendur og þátttakendur í Ratsjánni 2016. Mynd: Íslenski ferðaklasinn.

Ratsjáin, nýsköpunar- og þróunarverkefni Íslenska ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, er nú farin af stað. Fulltrúar átta starfandi fyrirtækja í ferðaþjónustu, alls staðar af á landinu taka þátt í verkefninu.

Ratsjáin fer þannig fram að hvert fyrirtæki er heimsótt einu sinni af öllum hinum fyrirtækjunum og rekstur þess fyrirtækis tekinn fyrir og brotinn til mergjar. Þátttakendur eru fólk með mikla samanlagða reynslu af þjónustu við ferðamenn og því geta stjórnendur lært mikið hver af öðrum. Auk þess eru reyndir fagmenn fengnir til leiðbeiningar í hvert sinn.

„Við erum mjög spennt að leggja af stað í þessa vegferð með þessum sterku og flottu fyrirtækjum“ sagði Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, klasastjóri Íslenska ferðaklasans. „Hér höfum við metnaðarfull fyrirtæki sem stefna hátt og vilja nýta þetta tækifæri til að efla fyrirtæki sín enn meira“.

Íslandsstofa stóð fyrir verkefninu Spegillinn fyrir nokkrum árum sem tókst vel og er Ratsjáin að nokkru byggð á þeirri hugmyndafræði. Einnig er horft til stuðningsverkefna sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur staðið fyrir. Auk Ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, standa að Ratsjánni Ferðamálastofa, Valitor, Landsbankinn og Félag ferðaþjónustubænda.


Sjá að neðan lista yfir þau fyrirtæki sem taka þátt í Ratsjá ferðaþjónustunnar 2016.
- - - - - - - - - - - - - - - - - -

  • Hótel Gullfoss er rekið af fólki með yfir 30 ára reynslu af hótelrekstri og ferðaþjónustu. Hótelið er með 12 stöðugildi og er opið allt árið.
  • Nonni Travel er ferðaskrifstofa staðsett á Akureyri. Hjá Nonna Travel starfa að jafnaði 3-5 starfsmenn og stefnir fyrirtækið að enn meiri sérhæfingu í vöruframboði.
  • Hvítárbakki er Gistiheimili í Borgarfirði sem býður uppá 30 herbregi í gistingu. Gistiheimilið er rekið af hjónum sem hafa gefið sig í reksturinn og vilja byggja upp styrkari stoðir til framtíðar.
  • Travel East er ferðaskrifstofa staðsett á Breiðsdalsvík en eigandi hennar hefur yfir 30 ára reynslu af þjónustu við ferðamenn. Ferðaskrifstofan er í stefnumótunarferli.
  • Hvalaskoðun Akureyrar er fjölskyldufyrirtæki og dótturfyrirtæki Eldingar. Á Akureyri starfa 10 manns hjá fyrirtækinu sem hóf starfsemi sína í sumar sem leið.
  • Óbyggðasetur Íslands er metnaðarfull sýning, gististaður og upplifurnarferðaþjónusta staðsett í Fljótsdal á Austurlandi. Þar hafa ung hjón byggt upp þjónustu sem gefur ævintýraþyrstum ferðalöngum tækifæri á að upplifa óbyggðirnar frá fyrstu hendi.
  • Húsið Guestehouse er gistiheimili í Fljótshlíðinni sem tekur stóra hópa í gistingu en reksturinn hefur byggst upp á mótttöku skólahópa frá Bretlandi. Eigendur keyptu reksturinn árið 2012 og hafa verið að byggja upp og þróa reksturinn síðan.
  • Iceland Rovers sérhæfir sig í að búa til réttu jeppaferðina fyrir rétta fólkið og leggur því metnað sinn í að upplifun gestanna verði alltaf eins góð og hugsast getur. Iceland Rovers er dótturfyrirtæki Iceland Mountaineers og er því byggt á traustum grunni.

Nánari uplýsingar um Ratsjána veita:

Sigríður Kristjánsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sirry@nmi.is - S. 861 4913
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Íslenska ferðaklasanum, asta.kristin@icelandtourism.is, S. 861-7595