Fara í efni

Gjaldskrárbreytingar fyrir útgáfu leyfa og skráningu á starfsemi

Frá og með 1. september 2016 mun gjaldskrá fyrir útgáfu starfsleyfa og skráningu á starfsemi hækka. Gjaldskráin hefur verið óbreytt frá því að ný lög um skipan ferðamála tóku gildi í ársbyrjun 2006, eða í tæp 11 ár.

Eftir breytinguna verður gjaldskráin eftirfarandi:

Ferðaskrifstofuleyfi 30.000 kr.
Ferðaskipuleggjendaleyfi 20.000 kr.
Skráning á starfsemi 15.000 kr.

Gjaldskráin er sett af iðnaðar- og viðskiptaráðherra, samkvæmt 27. gr. laga um skipan ferðamála nr. 73/2005, öðlast sem fyrr segir gildi frá 1. september 2016. Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 1228/2005.