Fara í efni

Ferðamálaþing 2016 haldið 30. nóvember

Ferðafólk á ÞingvöllumDagsetning er komin á árlegt Ferðamálaþing en það verður að þessu sinni haldið 30. nóvember 2016 eftir hádegi í Hörpunni í Reykjavík. Yfirskriftin er "Vöxtur ferðaþjónustunnar: Hvert stefnum við? Hvar liggja mörkin?"

Þingið er sem fyrr í umsjón Ferðamálastofu og hefst með ávarpi ráðherra ferðamála. Fyrirlesarar verða bæði Íslenskir og koma erlendis frá. Leitað verður til bæði aðila sem hafa fræðilegt sjónarhorn á viðfansgefnið sem og þeirra sem hafa reynt á eigin skinni þau úrlausnarefni sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir nú um stundir. Dagskráin er að öðru leyti í mótun en takið endilega daginn frá. :)