Fara í efni

Ný skýrsla ráðherra um ferðamál

Í gær var útbýtt á Alþingi nýrri skýrslu ráðherra ferðamála, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um ferðamál.

Eins og fram kemur í inngangi er í skýrslunni gerð grein fyrir ýmsum verkefnum sem unnið er að á vettvangi stjórnsýslunnar og í samstarfi við ferðaþjónustuna og sveitarfélög. Markmið skýrslunnar er að upplýsa Alþingi um þessi mikilvægu verkefni og kalla eftir hugmyndum þingsins um aðgerðir sem mega verða til þess að efla ferðaþjónustuna enn frekar.

Skýrsluna má nálgast á vef Alþingis