Skráning stendur yfir á Mannamót 2016
Markaðsstofur landshlutanna setja upp vinnufundinn Mannamót í Reykjavík fyrir samstarfsfyrirtæki sín 21. janúar kl. 12:00 - 17:00 í flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli.
Kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni
Mannamót markaðsstofanna er hugsað sem kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á Höfuðborgarsvæðinu. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamótum gefst kostur á kynna sér það sem mismundi landshlutar eru að bjóða uppá með áherslu á vetrarferðamennsku.
Skráning og gjald
Sýnendur greiða kr. 12.500. Einungis samstarfsfyrirtæki markaðsstofanna geta tekið þátt sem sýnendur í Mannamóti 2016.
Gestir greiða ekki fyrir aðgang að sýningunni en þurfa samt að skrá sig.
Skráningu lýkur 15. janúar 2016 en allar nánari upplýsingar eru á markadsstofur.is