Fara í efni

Fullbókað á Ferðamálaþingið

Fullbókað á Ferðamálaþingið

Skráningu er lokið á Ferðamálaþingið 2014 sem haldið verður í Hörpu (Silfurbergi) á morgun, 29. október kl. 13-17 og er fullbókað í salinn. Hægt er að fylgjast með þinginu í beinni útsendingu á netinu.

Megináhersla þetta árið er á gæðamálin og þau tímamót að í ár er hálf öld frá stofnun Ferðamálaráðs Íslands.

Áhugaverðir fyrirlestrar

Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, opna þingið en fyrirlesarar eru bæði íslenskir og koma erlendis frá. M.a. má nefna Lee McRonald og Colin Houston frá Visit Scotland, sem fjalla munu um reynslu og starf Skota að gæðamálum ferðaþjónustunnar.

Bein útsending

Þinginu verður varpað út beint á netinu og er hægt að tengjast útsendingunni á neðangreindri vefslóð:

https://attendee.gotowebinar.com/register/6536189070291035906

Dagskrá Ferðamálaþings 2014

 Dagskrá Ferðamálaþing 2014