Fara í efni

Skriðuklaustur, nýr liðsmaður VAKANS.

Skriðuklaustur, nýr liðsmaður VAKANS.

Skriðuklaustur, menningarsetur og sögustaður í Fljótsdal er nýr þátttakandi en það er fyrsta menningarsetrið í VAKANUM.
Starfsemi Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri hófst árið 2000 og í dag er staðurinn einn af fjölsóttari ferðamannastöðum á Austurlandi. Gestir fá leiðsögn um hús Gunnars Gunnarssonar, kynnast ævi skáldsins og störfum og geta skoðað sýningu um miðaldaklaustrið sem stóð á 16. öld á Skriðuklaustri og var grafið upp á árunum 2000-2012. Á hverju ári heimsækja nú 30-40 þúsund gestir Skriðuklaustur. Við hjá Ferðamálastofu óskum þeim innilega til hamingju.
Á myndinni er Skúli Björn Gunnarsson forstöðumaður Gunnarsstofnunar með viðurkenningu VAKANS.